American Hustle (2013)
"Everyone Hustles To Survive"
Eitursnjall atvinnusvindlari neyðist til að hjálpa alríkislögreglunni við rannsókn spillingarmáls sem snertir bæði mafíuna og háttsetta embættismenn bandarískrar stjórnsýslu.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Eitursnjall atvinnusvindlari neyðist til að hjálpa alríkislögreglunni við rannsókn spillingarmáls sem snertir bæði mafíuna og háttsetta embættismenn bandarískrar stjórnsýslu. Christian Bale leikur hér blekkingameistarann Irving Rosenfeld sem ásamt aðstoðarkonu sinni og ástkonu, Sidney Prosser (Amy Adams), hefur lengi leikið lausum hala röngum megin við laganna strik. Það kemur hins vegar í bakið á honum þegar alríkislögreglumaður að nafni Richie DiMaso neyðir þau Sidney til að aðstoða sig við að spenna gildru fyrir mafíuna í Jersey í því skyni að koma upp um alvarlegt spillingarmál. Inn í aðgerðina blandast síðan stjórnmálamaðurinn Carmine Polito (Jeremy Renner), sem veit ekki í hverju hann er lentur, og eiginkona Irvings, Rosalyn (Jennifer Lawrence), sem er búin að fá nóg af framhjáhaldi eiginmannsins og hyggst grípa til sinna ráða Myndin er lauslega byggð á svokölluðu Abscam-hneyksli sem kom upp í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Það byrjaði með rannsókn alríkislögreglunnar á vörusvikum nokkurra svikahrappa, en þróaðist upp í pólitískan skandal þar sem meira en tugur bandarískra embættismanna var að lokum ákærður fyrir mútuþægni og spillingu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna, 7 Golden Globe-verðlauna, 13 verðlauna hjá bandarísku gagnrýnendasamtökunum og 10 BAFTA. Fékk BAFTA fyrir handrit, förðun og Jennifer Lawrence fyrir meðleik.


























