Náðu í appið
Killing Season

Killing Season (2013)

"The purest form of war is one on one."

1 klst 31 mín2013

Tveir fyrrverandi hermenn úr Bosníustríðinu, annar frá Bandaríkjunum og hinn frá Serbíu, hittast að því er virðist fyrir tilviljun, en annað á eftir að koma í ljós.

Rotten Tomatoes10%
Metacritic25
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Tveir fyrrverandi hermenn úr Bosníustríðinu, annar frá Bandaríkjunum og hinn frá Serbíu, hittast að því er virðist fyrir tilviljun, en annað á eftir að koma í ljós. Robert De Niro leikur hér Benjamin Ford sem eftir að hafa barist í Bosníustríðinu dró sig í hlé frá skarkala hversdagsins og býr nú einn í afskekktum fjallakofa í Georgíu þar sem hann veiðir sér til matar og dundar sér við að ljósmynda ægifagra náttúruna. Dag einn rekst hann á annan veiðimann á svæðinu, Emil Kovac, en hann er Serbi sem barðist einnig í Bosníu á sínum tíma. Þeir taka tal saman og smám saman rennur upp fyrir Benjamin að Emil varð ekki á vegi hans fyrir tilviljun heldur er hann kominn til að gera upp gamlar stríðssakir. Og brátt hefst leikur kattarins að músinni ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Promised Land ProductionsUS
Nu ImageUS
CorsanBE
Millennium MediaUS
Corsan Productions