Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Raid 2: Berendal 2013

(Serbuan maut 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

It's Not Over Yet

150 MÍNIndónesíska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Myndin byrjar tveimur klukkustundum eftir að fyrri myndin endaði. Hann hélt að þessu væri lokið. Eftir að hafa barist við ótrúlegan óþjóðalýð til að komast út úr byggingunni í fyrri myndinni, en þeir atburðir kostuðu fjölda lögreglumanna og glæpamanna lífið, þá heldur nýliðinn, Jakarta löggan Rama, að hann geti aftur snúið til baka til eðlilegs... Lesa meira

Myndin byrjar tveimur klukkustundum eftir að fyrri myndin endaði. Hann hélt að þessu væri lokið. Eftir að hafa barist við ótrúlegan óþjóðalýð til að komast út úr byggingunni í fyrri myndinni, en þeir atburðir kostuðu fjölda lögreglumanna og glæpamanna lífið, þá heldur nýliðinn, Jakarta löggan Rama, að hann geti aftur snúið til baka til eðlilegs lífs. En hann hefði ekki getað haft meira á röngu að standa. Þó að óþokkarnir í fyrri myndinni hafi verið hver öðrum óárennilegri, þá er það ekkert miðað við hvað hann þarf nú að takast á við, þegar í ljós kemur að þeir voru bara litlir fiskar sem syntu í mun stærri tjörn. Og árangur hans við að útrýma glæpagengingu, gerði ekkert annað en að vekja athygli enn stærri glæpóna á honum, og nú er fjölskylda hans einnig í hættu, og Rama á engan kost annan, til að vernda kærustu og nýfæddan son, en að villa á sér heimildir og fara á laun inn í glæpaklíkuna, til að komast inn í innsta hring spilltra stjórnmálamanna og lögreglu. Og nú hefst skefjalaus ofbeldishrina þar sem Rama útrýmir hverjum hrottanum á fætur öðrum, en ferðin byrjar í fangelsi þar sem hann þarf að vinna sér traust Uco, sonar aðal mafíósans - til að komast svo inn í mafíuna sjálfur. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn