Náðu í appið
Pioneer

Pioneer (2013)

"Gættu þín á þeim sem þú treystir"

1 klst 46 mín2013

Tveir bræður eru ráðnir til að vinna neðansjávar við að tengja olíuleiðslur í Norðursjó en verkefnið á eftir að fara illilega úrskeiðis með hrikalegum og...

Rotten Tomatoes55%
Metacritic58
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Tveir bræður eru ráðnir til að vinna neðansjávar við að tengja olíuleiðslur í Norðursjó en verkefnið á eftir að fara illilega úrskeiðis með hrikalegum og æsispennandi afleiðingum. Pioneer er að hluta til byggð á sönnum atburðum og gerist á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar þegar Norðmenn voru að byrja að dæla upp úr fyrstu olíulindinni í Norðursjó og olíuævintýri þeirra var að hefjast fyrir alvöru. Bræðurnir Petter og Knut eru á meðal þeirra kafara sem hafa verið ráðnir til að leggja olíuleiðslu á hafsbotni á 500 metra dýpi. Þetta hafði aldrei verið gert áður og því var öllum ljóst að starfinu fylgdi gríðarleg áhætta enda voru launin samkvæmt því. Það kemur líka á daginn að verkið fer fljótlega illilega úrskeiðis með hörmulegum afleiðingum. En það er bara byrjunin á spennunni ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Nikolaj Frobenius
Nikolaj FrobeniusHandritshöfundur
Hans Gunnarsson
Hans GunnarssonHandritshöfundur

Framleiðendur

MRP Matila Röhr ProductionsFI
FrilandNO
Garagefilm InternationalSE
Les Films d'AntoineFR
Film i VästSE
Pandora FilmDE