Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Longest Day 1962

Fannst ekki á veitum á Íslandi

42 STARS IN THE LONGEST DAY / This is the day that changed the world... When history held its breath.

178 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Segir söguna af innrás bandamanna í Normandí í Frakklandi í heimsstyrjöldinni síðari. Fjöldi persóna kemur fram í myndinni, og saman vefa þeir saman söguna af fimm aðskildum innrásarhópum sem innrásin samanstóð af.

Aðalleikarar


Þetta meistarastykki sem er ein besta stríðsmynd sem ég hef séð fjallar um innrás bandamanna inn í Normandí í Frakklandi og aðdraganda hennar. Kvikmyndin fékk tvo óskara, bestu tæknibrellur og besta myndataka. Myndin skaffar líka fullt af góðum leikurum t.d John Wayne og Sean Connery. Þessi mynd heldur þér við efnið með stórkostlegum stríðsatriðum alveg frá byrjun innrásar til enda. Sjaldan hef ég séð eins góða mynd og The Longest Day og hún mun alltaf vera í top 25 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sígild stríðsmynd byggð á samnefndri bók Cornelíusar Ryan sem unnin var upp úr viðtölum við fjölda manns er tók þátt í orrustunni um Normandy sitt hvoru megin víglínunnar. Kvikmyndin gerist því jafnt meðal bandamanna, þýzka hersins og frönsku andspyrnuhreyfingarinnar og sjá leikstjórarnir Ken Annakin, Andrew Marton og Bernard Wicki hver um sína þjóð, enda tala leikararnir blessunarlega sitt eigið tungumál. Sennilega hafa fáar kvikmyndir boðið upp á jafn mikið úrval heimsþekktra leikara eins og The Longest Day og kemur það alls ekki niður á uppbyggingu hennar. Richard Burton, Sean Connery, Gert Fröbe og Curt Jürgens eru aðeins örfá dæmi um leikara, sem eru bæði sannfærandi og eftirminnilegir í litlum en mikilvægum hlutverkum sínum í myndinni, og meira að segja John gamli Wayne reyndist áhrifamikill sem særður fyrirliði bandarískrar fallhlífaherdeildar handan víglínunnar. Enda þótt bardagaatriðin í Saving Private Ryan hafi óneitanlega verið betri, þökk sé tölvutækninni, þá held ég meira upp á The Longest Day, enda frábærlega vel gerð og einstaklega vel leikin. Þetta er þó ein af þeim myndum, sem ber að forðast nema á breiðtjaldsformi, enda tekin í Cinemascope. Forðist alveg sérstaklega hálfu útgáfuna, sem sýnd hefur verið í lit á sjónvarpsstöðinni Sýn. The Longest Day er ein af þessum myndum, sem eiga að vera svarthvítar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn