Riddle (2013)
"Hvað varð um Nathan? / A Mysterious Town. A Deadly Secret."
Spennutryllir um unga konu sem ann sér ekki hvíldar fyrr en hún veit hvað varð af bróður sínum sem hvarf sporlaust.
Bönnuð innan 14 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Spennutryllir um unga konu sem ann sér ekki hvíldar fyrr en hún veit hvað varð af bróður sínum sem hvarf sporlaust. Systkinin Holly og Nathan Teller búa í smábæ í Pennsylvaníu þar sem þau stunda nám við sama skóla. Dag einn þegar Holly er á æfingu með klappliði skólans hverfur Nathan eins og jörðin hafi hreinlega gleypt hann og skilar leit að honum engum árangri. Þrjú ár líða og þótt Holly sé fyrir löngu orðin vonlítil um að finna bróður sinn liggur hvarf hans eins og mara á henni og truflar líf hennar verulega. Það verður henni því mikil hvatning þegar hún telur sig sjá Nathan sem snöggvast í farþegasæti bifreiðar sem ekið er í gegnum bæinn. Eftirför hennar leiðir hana síðan til nágrannabæjarins Riddle þar sem bæði íbúar og yfirvaldið er ekki eins og fólk er flest. En Holly er staðráðin í að leysa gátuna ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir














