Náðu í appið

All Hat 2007

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics

Fyrrum fangi snýr aftur til heimabyggða sinna úti í sveit í Ontario, og snýr á spilltan og auðugan mann af góðum ættum sem er að reyna að eignast nokkra bóndabæi í sveitinni. Ray Dokes, er heillandi fyrrum fótboltamaður, sem sleppur úr fangelsi og uppgötvar að hrjóstrugt landslagið sem hann ólst upp í er um það bil að breytast mikið vegna framkvæmda.... Lesa meira

Fyrrum fangi snýr aftur til heimabyggða sinna úti í sveit í Ontario, og snýr á spilltan og auðugan mann af góðum ættum sem er að reyna að eignast nokkra bóndabæi í sveitinni. Ray Dokes, er heillandi fyrrum fótboltamaður, sem sleppur úr fangelsi og uppgötvar að hrjóstrugt landslagið sem hann ólst upp í er um það bil að breytast mikið vegna framkvæmda. Hann er ákveðinn í að halda sig réttu megin laganna, og fer til bæjar gamals vinar síns Pete Culpepper, kúreka frá Texas, sem þjálfar keppnishesta sem eru ekki að ná miklum árangri, og skuldirnar hrannast upp hjá. Sonny Stanton, spilafíkill og spilltur erfingi auðæva, er í miðju kafi að kaupa upp jarðir í sveitinni til að byggja spilavíti og golfvelli, og sá eini sem er nógu hugaður til að standa uppi í hárinu á Sonny er Etta Parr, gömul kærasta Ray, sem gæti verið til í að fyrirgefa Ray, ef hún væri ekki svona skynsöm og stolt. Ástandið er viðkvæmt, og Ray vill halda sig frá vandræðum. Hann fer að vera með Chrissie, kynþokkafullum knapa sem er með munninn fyrir neðan nefið, og heldur sig frá Sonny. En þegar tíu milljónir Bandaríkjadala…. ... minna

Aðalleikarar

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn