Cattle Call (2006)
National Lampoon's Cattle Call
"The casting couch just got caught."
Þrír strákar í Los Angeles sem lifa ekki líflegu félagslífi, reyna nýja leið til að hitta stelpur: þeir auglýsa áheyrnarprufur fyrir sjálfstæða kvikmynd, þeir taka...
Söguþráður
Þrír strákar í Los Angeles sem lifa ekki líflegu félagslífi, reyna nýja leið til að hitta stelpur: þeir auglýsa áheyrnarprufur fyrir sjálfstæða kvikmynd, þeir taka viðtöl við leikkonur, og bjóða þeim sem þeim lýst best á, á stefnumót. Glenn er nörd, en hann á skrifstofuna. Sherman á hugmyndina, hann er veiðimaður, á auðvelt með að ljúga og vill hitta og sofa hjá sem flestum stelpum sem honum tekst að gabba. Richie, sem á myndavélina, vonast til að hitta hina einu sönnu. Eftir nokkra daga er hann orðinn ástfanginn af Marina Dell, sem er nýflutt til borgarinnar, og á kærasta heima fyrir. Glenn er brjálaður í Laurel, og Sherman á erfitt með að segja nei við hina kappsfullu og ævintýralegu Nikita. En hversu lengi tekst þeim að viðhalda blekkingunni, og skipta raunverulegar tilfinningar engu máli?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar











