Vikings (2013)
"The Storm Is Coming / Sagan af Ragnari Loðbrók"
Vikings-sjónvarpsserían frá History Channel segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnum hans og fjölskyldu, en Ragnar herjaði fyrstur víkinga á England og Frakkland.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Vikings-sjónvarpsserían frá History Channel segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnum hans og fjölskyldu, en Ragnar herjaði fyrstur víkinga á England og Frakkland. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld, sennilega í kringum árið 780, og segir sagan að hann hafi á sínum tíma verið mestur allra víkinga. Af honum fer einnig sú saga að enginn hafi verið snjallari hvað herkænsku varðaði og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja alla, fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir í árásarferðum sínum og komast undan. Hér er um að ræða þá níu þætti sem gerðir voru á fyrsta ári seríunnar og eru þeir á þremur diskum, en hver þáttur er 60 mínútur að lengd.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Aðrar myndir


Aðrar myndir
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur













