Náðu í appið
Lizzie Borden Took an Ax

Lizzie Borden Took an Ax (2014)

"Sek eða saklaus?"

1 klst 31 mín2014

Ný mynd eftir Nick Gomez um morðin á þeim Andrew og Abby Borden árið 1892 og réttarhöldin yfir dóttur þeirra, Lizzie Borden, sem var ákærð í málinu.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Ný mynd eftir Nick Gomez um morðin á þeim Andrew og Abby Borden árið 1892 og réttarhöldin yfir dóttur þeirra, Lizzie Borden, sem var ákærð í málinu. Borden-morðmálið er eitthvert mest rannsakaða morðmál í gjörvallri réttarsögu Bandaríkjanna. Borden-hjónin voru sterkefnuð og bjuggu ásamt dætrum sínum í bænum Fall River í Massachusettsríki þar sem Andrew Borden átti og rak m.a. verksmiðjur auk þess að stunda fasteignaviðskipti og sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Þann 4. ágúst árið 1892 voru þau Andrew og Abby myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu með exi. Mikil ringulreið skapaðist við rannsókn málsins af ýmsum ástæðum en svo fór að saksóknari ríkisins ákvað að ákæra Lizzie fyrir morðin. Og fyrir þá sem e.t.v. vita ekki hvernig málið fór er best að segja ekki frá því hér heldur hvetja fólk til að sjá myndina ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Nick Gomez
Nick GomezLeikstjóri

Aðrar myndir

Framleiðendur

Sony Pictures TelevisionUS
PeaceOut Productions