Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

On My Way 2013

(Elle s'en va)

Aðgengilegt á Íslandi

Leitin að frelsinu

116 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
Rotten tomatoes einkunn 62% Audience
The Movies database einkunn 60
/100
Emmanuelle Bercot var tilnefnd til Gullna bjarnarins fyrir leikstjórn myndarinnar og Catherine Deneuve hlaut tilnefningu til frönsku César-verðlaunanna fyrir leikinn.

Ljúfsár gamanmynd um konu sem ákveður að taka sér frí frá hinu daglega ströggli og fara í langan bíltúr með dóttursyni sínum. Óhætt er að segja að lífið hafi ekki leikið við Bettie að undanförnu. Hún á að baki misheppnað hjónaband og þegar við bætast miklir erfiðleikar í rekstri veitingahúss hennar fær hún einn góðan veðurdag nóg af strögglinu... Lesa meira

Ljúfsár gamanmynd um konu sem ákveður að taka sér frí frá hinu daglega ströggli og fara í langan bíltúr með dóttursyni sínum. Óhætt er að segja að lífið hafi ekki leikið við Bettie að undanförnu. Hún á að baki misheppnað hjónaband og þegar við bætast miklir erfiðleikar í rekstri veitingahúss hennar fær hún einn góðan veðurdag nóg af strögglinu og ákveður að fara í bíltúr eitthvað út í guðsgræna náttúruna. Á sama tíma hringir dóttir hennar og biður hana að sjá um son sinn Charly á meðan hún skreppur frá. Úr verður að Charly fer með ömmu sinni í bíltúrinn sem á eftir að reynast mikil upplifun fyrir þau bæði.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn