Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Jude 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

His World Could Never Change... Until She Became His World./ A time without pity. A society without mercy. A love without equal.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Steinsmiður gerir hosur sínar grænar fyrir frænku sinni sem hann elskar. Mörg ljón eru þó á vegi ástar þeirrar, þar sem hann er kvæntur konu sem plataði hann í hjónaband og hún er gift manni sem hún elskar ekki. Þau eru síðan útskúfuð úr þorpinu, og þau neyðast til að lifa við þröngan kost og mikla fátækt.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Afar vönduð og vel leikin kvikmynd sem byggð er á sögunni Jude the Obscure eftir Thomas Hardy. Sagan varð strax umdeild, þegar hún kom út árið 1896, en telst nú til mikilvægustu bókmenntaverka Englendinga. Nöpur þjóðfélagsádeila Hardys og lýsingar hans á erfiðleikum fólks í ástlausu hjónabandi fóru fyrir brjóstið á mörgum samtímamönnum hans og var bókin fordæmd sem siðleysi og klám og meira að segja brennd á báli af andstæðingum hennar, sem töldu hann andsnúinn hjónabandinu. Svo hörð voru viðbrögðin, að Hardy hét þess að skrifa aldrei framar skáldsögu og fékkst nær eingöngu við ljóðagerð þá þrjá áratugi, sem hann lifði enn. Sagan greinir frá ungum manni, sem þráir að mennta sig en kemst ekki í skóla vegna fátæktar. Hjónaband hans reynist lánlaust og konan yfirgefur hann, en hann tekur síðar saman við frænku sína, sem á einnig misheppnað hjónaband að baki. Þrátt fyrir að þau eigi samleið og elski hvort annað, leikur lánið ekki við þeim. Samfélagið lítur samband þeirra hornauga, þar sem þau skildu aldrei formlega við maka sína og börn þeirra eru álitin lausaleikskrógar, en fyrir vikið hrökklast þau úr einu byggðarlaginu yfir í annað. Þetta er virkilega sorgleg saga og maður finnur einlæglega til með sögupersónunum, ekki síst vegna sannfærandi túlkunar Christophers Eccleston og Kates Winslet. Myndin er þó aldrei langdregin og alls ekki væmin. Sumir gagnrýnendur hafa kvartað undan því að myndin sé ópersónuleg, en því get ég alls ekki verið sammála. Örlagahyggjan er samt áberandi og biblíutilvísanirnar tíðar í þessu sem og öðrum verkum Hardys, en afdrif þeirra sögupersóna, sem lenda undir í lífsbaráttunni og ná ekki að þókknast samfélaginu, eru jafnan miskunarlaus hjá honum. Í þessu tilfelli var sagan þó að nokkru leyti byggð á reynslu höfundarins, sem elskaði alla tíð frænku sína en giftist konu sem hann taldi sig ekki eiga samleið með. Það er vandasamt að kvikmynda stór bókmenntaverk á borð við þetta og óhjákvæmilegt að stytta þau fyrir hvíta tjaldið, en ég var tiltölulega sáttur með útkomuna í þessu tilfelli. Þar sem breiðtjaldsformið er víða notað til fulls í myndinni, komu nokkur atriði illa út í þeirri hálfu útgáfu, sem gefin var út á myndbandi hér á landi og sýnd á Stöð 2. Þess vegna er nauðsynlegt að sjá hana annað hvort í kvikmyndahúsi eða á breiðtjaldsspólu, en vonandi verður hún bráðlega gefin út í réttum hlutföllum á DVD. Sjáið endilega líka kvikmyndirnar Tess eftir Roman Polanski og Tess of the D’Urbervilles eftir Ian Sharp, en þær eru báðar byggðar á einni frægustu skáldsögu Hardys.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn