Serial (Bad) Weddings (2014)
Qu’est-ce qu’on a fait au Bon Dieu, Ömurleg brúðkaup
"Sjaldan er ein báran stök."
Ömurleg brúðkaup segir frá hjónunum Claude og Marie Verneuil sem eiga fjórar uppkomnar dætur.
Öllum leyfðSöguþráður
Ömurleg brúðkaup segir frá hjónunum Claude og Marie Verneuil sem eiga fjórar uppkomnar dætur. Þrjár af þeim eru giftar, en eiginmenn þeirra eru hver fyrir sig af ólíkum uppruna og koma úr ólíkum trúarlegum áttum. Einn er múslimi, annar er gyðingur og sá þriðji er kínverskur. Allir eru þeir þó sómamenn sem leggja sig fram um að þóknast tengdaforeldrum sínum sem eru dálítið fordómafullir. Dag einn tilkynnir elsta dóttir þeirra Claudes og Marie að hún sé búin að finna sér mann og ætli sér að giftast honum. Hjónin þora varla að spyrja en þegar þau komast að því að hann er kaþólikki verða þau afskaplega fegin. Það endist þó ekki lengi því í ljós kemur að þessi fjórði tengdasonur er svartur!
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Plaköt
Framleiðendur











