Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Breskir hermenn ásamt einum Bandaríkjamanni freista þess að bjarga bandarískum hershöfðingja úr haldi Þjóðverja en hershöfðingi þessi hefur vitneskju um innrás Bandamanna í Evrópu. Ein af bestu stríðsmyndum í anda Guns of Navarone(einnig e. sögu McLean) er uppfull af spennu, hasar, fínum leik og söguþræði sem tekur óvæntar stefnur. Klassík!
Ótrúlega góð mynd eftir sögu snillingsins McLean. Eastwood er góður. Þótt þessi mynd sé mjög góð er hún ekki jafn góð og bókin, en ég mæli með báðum.
Þetta líka svakafína stríðsmyndin, gerð eftir sögu Alistair MacLean. Sagan heldur flókin, jafnvel langsótt, en gengur vel upp í lokin. Fjallar um hóp breskra njósnara, jú, og einn amerískan í bland, sem hoppa úr flugvél í nágrenni kastala nokkurs í Þýskalandi. Er verk þeirra að frelsa úr haldi Þjóðverja amerískan generál sem skotinn hafði verið niður þar nokkrum dögum áður. Nú, myndin skartar afbragðsleikurum, býsna góðri sögu og svo fyrirtaks byssubardögum, hvar Eastwoodinn fer mikinn í að fækka í þýska hernum með byssuhólk í hvorri hönd, eins og segir í kvæðinu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM Home Entertainment
Aldur USA:
PG