Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Who Am I 2014

Frumsýnd: 13. febrúar 2017

Ekkert kerfi er alveg öruggt.

102 MÍNÞýska

Benjamin er ungur þýskur tölvusnillingur sem gengur í lið með hópi hakkara sem ætlar að láta kveða að sér í heimsmálunum. En þeirri áætlun fylgir mikil áhætta. Hér er á ferðinni spennutryllir og um leið þrælsnjöll flétta sem gerist að stórum hluta í heimi tölvuhakkara þar sem netið er leikvöllurinn og rafræn þekking er beittasta vopnið. Við... Lesa meira

Benjamin er ungur þýskur tölvusnillingur sem gengur í lið með hópi hakkara sem ætlar að láta kveða að sér í heimsmálunum. En þeirri áætlun fylgir mikil áhætta. Hér er á ferðinni spennutryllir og um leið þrælsnjöll flétta sem gerist að stórum hluta í heimi tölvuhakkara þar sem netið er leikvöllurinn og rafræn þekking er beittasta vopnið. Við kynnumst hér hinum sjálfmenntaða tölvusnillingi Benjamin sem í kjötheimum er bara einn af fjöldanum, eða þannig upplifir hann sig. Á netinu, þar sem hann kallar sig Whoami, eru honum hins vegar allir vegir færir og má segja að draumar hans snúist um að blanda sér í hóp með bestu og snjöllustu hökkurum heims. Dag einn kynnist hann hópi annarra hakkara sem kalla sig CLAY (Clowns Laughing At You) og ætla sér að ná heimsathygli fyrir færni sína í að hakka sig í gegnum hvaða öryggiskerfi sem er. Benjamin gengur í lið með þeim, en það á eftir að reynast honum stórhættulegt ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn