Náðu í appið
99 Homes

99 Homes (2015)

"Greed is the only game in town."

1 klst 52 mín2015

2008-kreppan lék Dennis Nash grátt.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic76
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

2008-kreppan lék Dennis Nash grátt. Afborganir af húsinu hafa hækkað mikið og hann hefur um nokkurra mánaða skeið verið nánast atvinnulaus. Þrátt fyrir góðan vilja til að standa í skilum bankar fasteignabraskarinn Rick Carver upp á hjá honum einn góðan veðurdag og tilkynnir honum að húsið sé ekki lengur hans eign og að hann verði að yfirgefa það strax. Nokkrum mínútum síðar er Dennis á götunni ásamt syni sínum og móður. Fyrir röð tilviljana og vegna þarfar Dennis fyrir vinnu og tekjur í þessum aðstæðum atvikast mál síðan svo að Rick býður honum að vinna fyrir sig. Dennis á um fátt að velja og ákveður að taka tilboðinu. Það á hins vegar eftir að hafa alvarlegri afleiðingar en hann hefði nokkurn tíma getað grunað ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Hyde Park EntertainmentUS
Noruz FilmsUS