Náðu í appið
Daddy´s Home

Daddy´s Home (2015)

"Choose Your Daddy."

1 klst 36 mín2015

Hinum lágstemmda og kurteisa Fred finnst hann hafa himin höndum tekið þegar hann kvænist Söruh og eignast um leið tvö ung fósturbörn.

Rotten Tomatoes30%
Metacritic42
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Hinum lágstemmda og kurteisa Fred finnst hann hafa himin höndum tekið þegar hann kvænist Söruh og eignast um leið tvö ung fósturbörn. Staðráðinn í að reynast þeim hinn besti faðir byrjar Fred að gera allt það sem hann telur góða eiginmenn og feður eiga að gera og er ákveðinn í að verða börnunum tveimur frábær fyrirmynd. Sú áætlun byrjar hins vegar að hrynja þegar hinn raunverulegi faðir barnanna og fyrrverandi eiginmaður Söruh kemur í heimsókn, en sá heitir Dusty og er ekki bara töffari af guðs náð heldur getur hann allt og gerir það miklu betur en Fred, krökkunum til mikillar gleði. Við þessa samkeppni á Fred hins vegar erfitt með að sætta sig og ákveður að grípa til sinna ráða ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Gary Sanchez ProductionsUS
Red Granite PicturesUS