Verður ný TimeCop í stórmyndastíl?

Universal kvikmyndaverið áætlar að búa til stórmyndaútgáfu af hinni sígildu Van Damme mynd Timecop, frá árinu 1994, en það er CinemaBlend vefsíðan sem hefur þetta eftir What´s Playing vefmiðlinum.

Verkefnið hefur að sögn verið í þróun í meira en fjögur ár, og Universal vill nú fara að koma verkefninu á fullt skrið. Jafnvel er talað um að klára verkefnið innan eins og hálfs árs!

TimeCop fjallaði um hetju sem Jean Claude Van Damme leikur, sem ferðast fram og aftur í tíma, til að koma í veg fyrir að glæpamenn breyti framtíðinni.

Nú er þá bara stóra spurningin, hver ætti að fara í skóna hans Van Damme? Einhverjar uppástungur?