Getraun: Sucker Punch

Á morgun verður nýjasta mynd Zacks Snyder (300, Watchmen), Sucker Punch, frumsýnd í Sambíóunum og þar sem þessi mynd hefur skapað ansi athyglisvert umtal getum við ekki annað gert en að spreða miðum á áhugasama notendur. Eins og áður eru í boði tveir opnir miðar per vinningshafa.

Hérna sjáið þið „stikluna“ (elska þetta orð)

Fyrir þá sem botnuðu ekkert í þessum trailer þá fjallar myndin um Baby Doll, sem á afar illgjarnan stjúpföður sem lætur senda hana á geðveikrahæli. Þar á, innan aðeins nokkurra daga, að framkvæma á henni heilaskurðaðgerð sem mun eyðileggja allan persónuleika hennar. Innan veggja hælisins hittir hún fyrir nokkrar aðrar ungar konur, sem hjálpast að við að leita á náðir ímyndunaraflsins til að flýja kaldranalegan raunveruleika umhverfis síns. Baby Doll fær þá hugdettu að flýja sjálft hælið með hjálp fjörugs ímyndunarafls þeirra, og eftir nokkra baráttu fær hún þær með sér í að skipuleggja flóttann.

Þegar áætlunin er sett af stað fara hins vegar mörkin milli ímyndunar og raunveruleika að verða æði óskýr, þar sem þær þurfa að berjast við alls kyns skrímsli og skuggaverur til að hafa uppi á þeim fimm hlutum sem þær þarfnast til að sleppa fyrir fullt og allt frá föngurum sínum. Sögusvið myndarinnar er sjötti áratugur síðustu aldar.

Ef þú vilt vinna miða á þessa kolklikkuðu stílsúpu, frá manninum sem er sérhæfður í „kúlinu,“ þá skaltu svara eftirfarandi spurningum og maila á tommi@kvikmyndir.is (hvað annað skilöru!?!).
Þær tengjast allar þessum manni og stutta en vel útlítandi feril hans.

Hér eru þær:

1. Frá hvaða ári er Dawn of the Dead?

2. Hvað heitir massaða fjallið á þessari mynd? (leikarinn semsagt)

3. Í hvaða 2009 stórmynd kom þessi blái fram? (hint: ekki Avatar)

4. Hvað heitir þessi unaðslega flotta teiknimynd?

5. (Bónusspurning) Hver þessara stelpna er heitust?

a. Emily Browning
b. Abbie Cornish
c. Jena Malone
d. Vanessa Hudgens
e. Jamie Chung

Laugadagsmorgunninn dreg ég út og svara vinningshöfum tilbaka. Ef þú vilt sérstaklega fara á morgun er best að taka það sérstaklega fram. Kannski ég komi þá miðunum á þig fyrr.

Gangi ykkur vel. Sé ykkur vonandi í bíó.

PS. Ef þú lækar þessa frétt þá aukast líkurnar á því að þú vinnir. Alls ekki guaranterað en það gæti mikið hjálpað. Ef ég sé þitt nafn í pósthólfinu mínu og á Facebook listanum, þá hefurðu smá forskot 😉

Kv.
T.V.