Keisarinn ríkir enn

Vinsældir Napóleons eftir Ridley Scott eru enn miklar í bíó því myndin sögulega trónir aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Tekjur kvikmyndarinnar um síðustu helgi námu rúmum 3,5 milljónum króna en í humátt á eftir kom Wish, eða Ósk, með tæpar þrjár milljónir í tekjur.

Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er svo fyrrum toppmyndin The Hunger Games: The Ballad of Songbirds and Snakes með 1,8 milljónir í tekjur.

Nýjar í 4. og 6.

Nýju myndirnar, hrollvekjan Thanksgiving og spennutryllirinn Silent Night, fóru beint í fjórða og sjötta sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann hér að neðan í heild sinni: