Kvikmyndir.is forsýnir KICK-ASS!

Já, þið lásuð rétt! Nú fer að líða að stærsta og flottasta viðburði sem Kvikmyndir.is hefur staðið að frá upphafi, og það mun vera forsýning á hinni margumtöluðu Kick-Ass, sem undirritaður lofar að verði ein af betri stemmningarmyndum ársins.

Þessi sýning verður á laugardaginn 10. apríl (eða tæknilega séð sunnudaginn ellefta) kl. 01:00 eftir miðnætti. Við reiknum fastlega með því að kvikmyndaáhugamenn Íslands séu svolitlir nátthrafnar og fyrst þetta er um helgi þykir okkur tíminn vera bara mjög góður. Auk þess var svo hrikalega mikil stemmning þegar við tókum Inglourious Basterds eftir miðnætti s.l. ágúst að það var ekki spurning um annað en að endurtaka slíkt. Sýningin verður í sal 1 í Sambíóunum í Kringlunni.

Þessi sýning verður semsagt tæpri viku á undan bandaríkjafrumsýningu, og kostar 1500 kr. inn.

Miðasalan hefur aldrei verið þægilegri fyrir okkur heldur en núna. Í þetta sinn þarf fólk ekkert að mæta stuttu fyrir sýningu eða kaupa miða gegnum Selt.is. Hægt er núna að kaupa miða á Midi.is (smellið hér) eða bara í næstu miðasölu Sambíóanna.

(ATH. MYNDIN ER BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA og þykir svakalega brútal)


UM MYNDINA:

Dave Lizewski er langt í frá aðal töffarinn í menntaskólanum. Hann
hefur áhuga á teiknimyndasögum, á nokkra góða vini og býr einn með
föður sínum. Líf hans er fremur einfalt og þægilegt. Þrátt fyrir þetta
ákveður hann einn daginn að gerast ofurhetja, þó svo að hann búi ekki
yfir neinum ofurkröftum eða öðrum slíkum hæfileikum.

Best að tékka bara á sýnishorninu:

Hér fyrir neðan getið þið séð brot af þeim dómum sem myndin hefur fengið:

5/5
„A ridiculously entertaining, perfectly paced, ultra-violent cinematic
rush that kicks the places other movies struggle to reach.“EMPIRE

5/5 – SFX Magazine


„Kick-Ass
offers some genuinely clever observations about the creation of
celebrity in a world where viral video clips and latenight talkshow
quips can turn attention seekers into overnight sensations (and
inadvertent role models)“ – Variety

„You’ll laugh, you’ll cry, you’ll squeal in delight at the outrageous
behaviour of a little girl in a purple cape. But most of all, you’ll
wish that all superhero movies were like this. 5/5!“ – IGN Movies

Meira hér.


BÚNINGAKEPPNI:

Það sem mun gera þessa sýningu að einhverjum glæsilegasta viðburði sem vefurinn hefur átt þá í er ýmislegt. Í fyrsta lagi verður hvatt til þess að notendur mæti í ykkar eigin ofurhetjubúningum (þið að sjálfsögðu ráðið. Ekki skylda!). Þá tala ég ekki um neinar „skráðar“ ofurhetjur eins og Spider-Man eða Batman. Nei, heldur tala ég um frumsamdar hetjur og þið í rauninni búið til ykkar eigin búning (eða komið í samblöndu af öðrum ofurhetjuflíkum… möguleikarnir eru endalausir).

Þeir sem mæta í búningum fá tekna mynd af sér við innganginn og aðstandendur síðunnar munu velja þrjár flottustu hetjurnar og eru vægast sagt flottir vinningar í verðlaun. Þá erum við að tala um gjafakörfu með DVD diskum, bíómiðum, plakötum og hinni samnefndu teiknimyndasögu.

Einnig verður smá auka happdrætti á undan sýningu (hver gestur fær númer), eins og við höfum oft gert á forsýningum.

Vonum að sjá sem flesta! Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir sendið mér þá póst á tommi@kvikmyndir.is.

Og munið: FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! Þannig að hættið að lesa á stundinni og reddið ykkur miða.