Bræðurnir Farelly ( There’s Something About Mary , Me Myself and Irene ) eru nú að taka aftur upp gamalt verkefni en það er kvikmyndin Stuck on You, en þeir skrifuðu handritið að henni fyrir meira en tíu árum síðan. Upphaflega ætluðu þeir að gera hana á eftir Something about Mary, en söltuðu það þegar þeir ákváðu í staðinn að gera Me, Myself and Irene. Stuck on You fjallar um tvo algjörlega ósamstæða síamstvíbura og ævintýri þeirra, og upphaflega áttu þeir félagar Jim Carrey og Woody Allen að leika þá. Nú hafa hins vegar verið fengnir þeir Ben Stiller og Steve Martin til að taka að sér þetta krefjandi hlutverk (hlutverk í eintölu eða fleirtölu í þessu tilviki?). Farrelly bræður leikstýra, en myndin verður framleidd af Fox kvikmyndaverinu.

