Nýtt í bíó – Ghostbusters!

Gamanmyndin Ghostbusters verður frumsýnd miðvikudaginn 20. júlí í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

ghostbusters_still_008-1200x802

„Glæný mynd um Ghostbusters draugabanana sem hefur verið að fá frábæra dóma frá gagnrýnendum! Endurgerðin kemur út 30 árum eftir að fyrstu draugabanarnir stormuðu inn á sjónarsviðið og björguðu heimsbyggðinni frá skelfilegum draugum og afturgengnum skrímslum,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Margir af fyndnustu leikurum samtímans veiða nú drauga í leikstjórn Pauls Feig. Melissa McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon og Leslie Jones.

Sögurþráðurinn er þessi í stuttu máli: Þegar draugaplága byrjar að gera Manhattan-búum lífið leitt kemur það í hlut rithöfundanna Erinar og Abby að bregðast við og það fyrsta sem þær gera er að fá í lið með sér neðanjarðarjárnbrautarvörðinn Patty og kjarneðlisfræðinginn Jillian. En hvað svo?

Framundan er barátta sem er engri annarri lík og þótt þær Patty, Abby, Erin og Jillian hafi aldrei barist við drauga áður, hvað þá púka eins og Rowan, mæta þær ofureflinu algjörlega óhræddar …

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Samkvæmt kreditlista myndarinnar þá koma þau Sigourney Weaver, Bill Murray, Dan Aykroyd, Ernie Hudson og Annie Potts fram í henni, en þau léku sem kunnugt er fimm af aðalhlutverkunum í upphaflegu myndinni árið 1984 og í framhaldsmyndinni árið 1989. Við vitum ekki hversu stór hlutverk þeirra verða í þessari mynd enda hefur því verið haldið vandlega leyndu. Þess má geta að Rick Moranis var einnig boðið að koma fram í myndinni en hann hafnaði því þar sem hann hefur sagt skilið við leiklistina.

– Eins og í fyrri Ghostbuster-myndunum hafa flestir aðalleikararnir í þessari mynd sterk tengsl við gamanþættina vinsælu, Saturday Night Life, sem þeir hafa bæði leikið í um árabil og verið gestgjafar nokkrum sinnum.

– Í raun hefur það staðið til í 23 ár að gera framhaldsmynd af Ghostbuster II og á einum tímapunkti í kringum aldamótin var Paramount-fyrirtækið meira að segja búið að eyrnamerkja metfé í gerð hennar. En vandræðagangur með handritið virðist hafa frestað því að í gerð hennar hafi verið farið af fullum krafti, allt þar til leikstjórinn Paul Feig lagði til að í stað framhalds yrði upphaflega hugmyndin endurgerð með nýjum fléttum.

ghost