Á morgun, miðvikudaginn 11. maí mun Samfilm frumsýna myndina Mother´s Day eftir Garry Marshall, sá hinn sama og gerði Pretty Woman og Valentine´s Day. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Bíóhöllinni Akranesi
Með helstu hlutverk fara Jennifer Aniston, Kate Hudson, Julia Roberts og Jason Sudeikis.
Myndin fjallar um leiðir fjögurra einstaklinga og fjölskyldna þeirra, sem þekkjast misvel innbyrðis, en liggja saman á mæðradeginum. Úr verða fjórar aðskildar sögur sem fléttast saman í eina heild.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Áhugaverðir punktar til gamans:
– Leikstjóri myndarinnar, Garry Marshall, hefur sent frá sér fjölda góðra og vinsælla mynda í gegnum árin og má þar nefna Beaches, Overboard, Pretty Woman, Runaway Bride, The Princess Diaries og Valentine’s Day.
– Leikarinn Hector Elizondo hefur með Mother’s Day leikið í átján myndum sem Garry Marshall hefur leikstýrt. Þetta er jafnframt í fjórða sinn sem Julia Roberts hefur leikið í mynd eftir Garry og í annað sinn fyrir Kate Hudson, en hún lék aðalhlutverkið í mynd hans, Raising Helen.
– Þótt þær leiki saman í myndinni hittust þær Jennifer Aniston og Julia Roberts ekki í raun við tökur heldur léku þær í atriðunum hvor í sínu lagi á mismunandi tíma og var þeim tökum síðan skeytt saman. Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega sú að þær voru báðar mjög uppteknar í öðrum verkefnum þegar myndin var tekin upp og þegar í ljós kom að þær höfðu ekki neinn lausan tíma á sama tíma var ákveðið að gera þetta svona.