T2 Trainspotting verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 17. febrúar í í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.
Myndin er framhaldsmynd hinnar sígildu Trainspotting sem kom út árið 1996 í leikstjórn Danny Boyle. Sú saga segir frá Renton (Ewan McGregor) sem reynir að koma sér út úr fíkniefnasenu Edinborgar og ná sér á strik aftur.
Tuttugu ár eru liðin síðan Renton kom á heimaslóðirnar og hitti þá Sick Boy, Begbie og Spud. Og þótt margt í lífi þeirra hafi breyst er annað sem enn hjakkar í sama farinu. Um leið og þeir endurnýja kynnin, ásamt fleiri gömlum félögum eins og Gail og Diane, skjóta ýmis fortíðarmál upp kollinum – flest óuppgerð …
Leikstjórn: Danny Boyle
Helstu leikarar: Ewan McGregor, Jonny Lee Miller, Robert Carlyle og Ewen Bremner
Áhugaverðir punktar til gamans:
-Bók skoska rithöfundarins Irvines Welsh, Trainspotting, kom út árið 1993 og var hans fyrsta bók. Bókin innihélt sjálfstæðar en þó samtvinnaðar sögur af nokkrum ungmennum í Leith-hverfinu í Edinborg sem áttu það sameiginlegt að vera fíklar af einhverju tagi, vinir fíkla eða tengjast fíklum á einhvern hátt. Bókin þykir skrifuð af stakri málsnilld þar sem Irvine blandar saman mismunandi enskum málvenjum og „hreimum“ þannig að úr verður sérbreskt orðasalat. Af þeim sökum var talað um á sínum tíma að bókin væri í raun óþýðanleg á önnur tungumál og þeir voru margir sem töldu að það væri heldur ekki hægt að kvikmynda hana svo vel væri. En Danny Boyle afsannaði það með samnefndri mynd.
-Þess má geta að Irvine Welsh leikur sjálfur eina persónuna í myndinni, rétt eins og hann gerði í þeirri fyrri, Mikey Forrester