Nýtt í bíó – Lion

Hin sannsögulega Lion verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Myndin er sönn saga af lífi manns sem týndist og fannst, eins og segir í kynningu frá Senu.

lion-dev-patel-mara

Saroo týnist þegar hann er fimm ára gamall, í lest á leið í burtu frá heimili sínu. Hann er bæði hræddur og er mörg þúsund kílómetra í burtu frá fjölskyldu sinni, ráðvilltur á götum Kolkataborgar. Honum tekst að lifa af margar hremmingar, heimilislaus á götunni, áður en hann fær pláss á munaðarleysingjahæli, sem er þó ekki öruggasti staðurinn til að vera á. Að lokum er Saroo ættleiddur af áströlsku pari sem veitir honum ást og umhyggju. Hann bælir niður minningar sínar úr fortíðinni, og vonina um að finna móður sína og bróður á ný, af ótta við að særa tilfinningar nýju foreldra sinna. En þegar hann hittir nokkra Indverja fyrir tilviljun vaknar þráin á ný. Fáar æskuminningar sitja eftir í huga hans en með hjálp nýrrar tækni sem kallast Google Earth byrjar hann að leita að nálinni í heystakknum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn: Garth Davis
Leikarar: Dev Patel, Nicole Kidman, Rooney Mara

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Myndin er byggð á bókinni The Long Way Home sem Saroo skrifaði sjálfur eftir reynslu sína en hún vakti mjög mikla athygli og umtal í Ástralíu og á Indlandi. Með þessari mynd er ótrúleg saga hans nú óðum að verða flestum í öðrum heimshlutum kunn.

-Lion fer í almenna kvikmyndahúsadreifingu í nóvember en hefur að undanförnu verið sýnd á kvikmyndahátíðum og hlotið góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. Hún þykir ákaflega vel gerð og leikin og alveg gríðarlega áhrifamikil á allan hátt.

-Myndin er að öllu leyti tekin þar sem sagan gerist, þ.e. í Ástralíu og Tasmaníu og við staði á Indlandi sem leit Saroos leiddi hann til.

lion