Nýtt í bíó – Underworld: Blood Wars

Sena frumsýnir spennumyndina Underworld: Blood Wars á föstudaginn 2. desember í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.  Myndin er nýjasta myndin í Underworld seríunni, en í henni fylgjumst við með dauðaliðanum Selene (Kate Beckinsale) sem þarf að verjast ofsafengnum árásum bæði frá Lycan varúlfunum og vampírunum sem sviku hana. Hennar einu vinir eru David (Theo James) og faðir hans, Thomas (Charles Dance), en nú þarf hún að stöðva stríðið endalausa milli varúlfanna og vampíranna. Hún gæti þó þurft að færa sína hinstu fórn til þess að friður komist á.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn: Anna Foerster
Leikarar: Kate Beckinsale, Charles Dance, Theo James

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Í kvikmyndinni eru fjórir leikarar sem eru best þekktir úr Game of Thrones heiminum. Þeir eru Charles Dance (Tywin Lannister), Tobias Mnzies (Edmure Tully), James Faulkner (Randyll Tarly) og Lara Pulver (Lady Elissa Forrestor úr Game of Thrones: A Telltale Games).

-Upphaflega átti þetta að vera síðasta kvikmyndin þar sem Kate Beckinsale myndi leika hlutverk Selene, en staðfest hefur verið að vinnuferlið fyrir sjöttu myndina í Underworld seríunni sé hafið, og Beckinsale muni mæta þar aftur til leiks.

underworld