Nýtt plakat fyrir Indiana Jones 4

Frá USA Today kemur nýtt plakat fyrir næstu bíómyndina í Indiana Jones röðinni; The Kingdom of the Crystal Skull. Ég hélt alltaf að þetta mundi haldast sem þríleikur, en Steven Spielberg og George Lucas hafa breytt þessu í fjórleik.

Persónulega er mjög sáttur við plakatið. Þó svo að hauskúpan minni soldið á Venom úr Spider-Man 3. Og samheldnin milli allra Indiana Jones plakatana er ekki sú sama og hjá plakötum eins og Back to the Future eða Lord of the Rings. Kontrastinn er góður og Harrison Ford virðist ekki jafn gamall og hann gerði í trailernum.

Hér fyrir neðan má líta á plakötin fyrir fyrstu þrjár Indy myndirnar og samanburð við aðrar framhaldsmyndir. Ef þið munið eftir fleirum plakötum sem halda svipuðu þema komdu þá á spjallinu og láttu okkur vita.