Náðu í appið
Spider-Man 3

Spider-Man 3 (2007)

Spiderman 3, Spider Man 3

"One man will fight to find the hero within"

2 klst 19 mín2007

Peter Parker er loksins búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl, og hefur náð jafnvægi á milli lífs síns í búningi Köngulóarmannsins og sambandsins við Mary-Jane.

Rotten Tomatoes63%
Metacritic59
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Peter Parker er loksins búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl, og hefur náð jafnvægi á milli lífs síns í búningi Köngulóarmannsins og sambandsins við Mary-Jane. En það eru blikur á lofti. Æskuvinur Peters, Harry Osbourne, er búinn að ákveða að hefna sín á Peter. Hann fetar í fótspor föður síns sem lést í síðustu mynd, The Green Goblin, og fer í nýjan Goblin búning. Peter ætlar sér einnig að klófesta morðingja Bens frænda síns, Flint Marko, en hann hefur breyst í einn illvígasta óvin Köngulóarmannsins til þessa, Sandmanninn. Öll sund virðast vera að lokast þegar búningur Peters fer skyndilega að breytast og verða svartur, og kraftarnir aukast sömuleiðis. En búningurinn dregur einnig fram dökkar hliðar í persónu Peters sem yfirtaka hans venjulega sjálf. Nú þarf Peter að leita djúpt innávið til að gamli góði Köngulóarmaðurinn tapi ekki í baráttunni við hina nýju óvini og hinn nýja og dökka Köngulóarmann.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Laura Ziskin ProductionsUS
Marvel StudiosUS
Columbia PicturesUS

Gagnrýni notenda (13)

Ég las mikið af comics sem krakki og unglingur og á ennþá allt sem ég hef keypt í plastvörðum umbúðum niðri í geymslu. Uppáhaldið mitt var alltaf Spider-Man, blöðin mín um hann hlaup...

★★☆☆☆

Verð að játa það frá byrjun að ég hef bara alls ekki fýlað framhöldin af Spiderman myndunum, enda eru þær ekki nærru því jafn góðar og Spiderman 1 var þegar maður horfði fyrst á ...

★★★★☆

Það er einfaldlega ekki hægt að skrifa annað en langa grein/umsögn um Spider-man 3, ég bið afskönar en vona að þið hafi gagn af. Söguþráðurinn: Hlutir eru að fara að ganga bet...

Þessi mynd er flott og svona og fín drama mynd en sem ofurhetju mynd þá er þetta hundleiðinlegt þetta er bara svona emo spider man sama kúrsan látinn ganga leingi.Öll atriði urðu að enhve...

★★★★☆

Spider-Man 3 beið ég spenntur eftir og þrátt fyrir nokkra augljósa galla skemmti ég mér þrusuvel yfir henni. Hún segir frá því þegar Peter Parker(Tobey Maguire) e.þ.s. Kóngulóarmaðuri...

Grenjað á gresjunni. Ef þú vilt eyða 900kr í að horfa á köngulóna grenja í 3 tíma þá er þetta mynd fyrir þig. Tilraunir til að skapa þá persónu köngulóar mannsins sem við ...

★★★☆☆

Já, þetta er mynd sem að flestir eru búnir að bíða hvað mest eftir. Hið langþráða framhald af Spider-Man. Eftir dramatísk endalok myndar nr. 2, er Peter Parker kominn á beinu brautina. H...

★★☆☆☆

Ég vil byrja á því að segja að ég hafi ekkert rosalegar væntingar til þessarar myndar þegar ég fór á hana og ég bjó mig undir alveg ágætis hasarmynd en ég verð að segja að vonbrig...

Grenjað á gresjunni. Ef þú vilt eyða 900kr í að horfa á köngulóna grenja í 3 tíma þá er þetta mynd fyrir þig. Tilraunir til að skapa þá persónu köngulóar mannsins sem við ...

★★★☆☆

Gætu verið SPOILERar... Nú er loksins komið framhald af tveimur betri ofurhetjumyndum sem gerðar hafa verið. Spurningin er bara: Er hún jafn góð og forverar hennar? Að mínu mati er hún ...

Get nú sagt að þetta er ein af flottustu myndum sem ég hef séð, tæknilega séð, rosalegar tæknibrellur í þessari, eins og hefur verið í hinum tvem þá tekst þessi líka að vera ein vel...

Hvar á ég að byrja?

★★★☆☆

Fyrir utan X-Men, þá var fyrsta Spider-Man-myndin ein af fyrstu alvöru stórsmellunum sem byrjaði á öllu þessu Marvel-mynda brjálæði. Ég kvartaði ekki, Spider-Man var fín mynd. Mjög skem...

Það sem Spider Man 3 skortir fyrst og fremst eru takmörk, í fyrstu myndinni vorum við með Norman Osborn/Green Goblin sem illmennið. Í annari myndinni var það Otto Octavius/Doctor Octopus en...