Náðu í appið
22
Bönnuð innan 12 ára

Spider-Man 3 2007

(Spiderman 3, Spider Man 3)

Frumsýnd: 4. maí 2007

One man will fight to find the hero within

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Peter Parker er loksins búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl, og hefur náð jafnvægi á milli lífs síns í búningi Köngulóarmannsins og sambandsins við Mary-Jane. En það eru blikur á lofti. Æskuvinur Peters, Harry Osbourne, er búinn að ákveða að hefna sín á Peter. Hann fetar í fótspor föður síns sem lést í síðustu mynd, The Green Goblin, og fer... Lesa meira

Peter Parker er loksins búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl, og hefur náð jafnvægi á milli lífs síns í búningi Köngulóarmannsins og sambandsins við Mary-Jane. En það eru blikur á lofti. Æskuvinur Peters, Harry Osbourne, er búinn að ákveða að hefna sín á Peter. Hann fetar í fótspor föður síns sem lést í síðustu mynd, The Green Goblin, og fer í nýjan Goblin búning. Peter ætlar sér einnig að klófesta morðingja Bens frænda síns, Flint Marko, en hann hefur breyst í einn illvígasta óvin Köngulóarmannsins til þessa, Sandmanninn. Öll sund virðast vera að lokast þegar búningur Peters fer skyndilega að breytast og verða svartur, og kraftarnir aukast sömuleiðis. En búningurinn dregur einnig fram dökkar hliðar í persónu Peters sem yfirtaka hans venjulega sjálf. Nú þarf Peter að leita djúpt innávið til að gamli góði Köngulóarmaðurinn tapi ekki í baráttunni við hina nýju óvini og hinn nýja og dökka Köngulóarmann. ... minna

Aðalleikarar


Ég las mikið af comics sem krakki og unglingur og á ennþá allt sem ég hef keypt í plastvörðum umbúðum niðri í geymslu. Uppáhaldið mitt var alltaf Spider-Man, blöðin mín um hann hlaupa á hundruðum. Ég veit, nörd. Allavega, þegar fyrsta Spider-Man myndin kom út 2002 var það geggjuð upplifun að sjá piltinn lifna við á hvíta tjaldinu. Myndin var góð en þó hefði getað verið aðeins betri. Spider-Man 2 kom svo út 2004 og bætti heldur betur upp fyrir allt sem vantaði í fystu myndina. Dr. Octopus er besti óvinur seríunnar og Spider-Man 2 er tvímælalaust besta myndin í seríunni.

Serían hefur laðað að sér stóra og góða leikara: Tobey Maguire, Kirsten Dunst, James Franco, Willem Dafoe, J.K. Simmons, Alfred Molina, Thomas Haden Chuch og Topher Grace. Allir hafa reynt sitt besta með misjöfnum árangri.

Ok, varðandi Spider-Man 3. Raimi Raimi Raimi. Myndin gerir þau stóru mistök að vera með of marga óvini, eða þrjá. Ekki nóg með það heldur er enginn af þeim vel heppnaður. James Franco er bestur sem sonur Green Goblin en ég veit ekki hvað gerðist með hina. Thomas Haden Church (sem var frábær í Sideways) leikur Sandman en það er mjög klaufalega haldið á hans málum. Í enda myndarinnar breytist hann í eitthvað risa skrýmsli og gerir hluti sem er einfaldlega úr karakter eins og að ræna M.J. Í blöðunum er Venom einn svalasti óvinurinn, ógnandi vöðvafjall. Hér er grindhoraður Topher Grace látinn leika hann og er langt frá því að vera sannfærandi. Tobey Maguire er góður eins og alltaf og skemmtir sér vel í skapsveiflum sem svarti búiningurinn veldur. Annars er myndin of löng, of mikið er að gerast til að hægt sé að leysa úr því á góðan máta og einfaldlega of metnaðargjörn. Sem afþreying er hún fín en miðað við myndir 1 og 2 er hún langt frá því að vera nógu góð.

Raimi og co eru búin að ákveða að gera Spider-Man 4. Þær fréttir hafa vakið misjafna hrifningu enda kannski kominn tími á að leyfa öðrum að reyna. Líklegir óvinir eru The Lizard og Carnage, báðir mjög flottir og hafa mikið potential, ef Raimi fokkar því ekki upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Verð að játa það frá byrjun að ég hef bara alls ekki fýlað framhöldin af Spiderman myndunum, enda eru þær ekki nærru því jafn góðar og Spiderman 1 var þegar maður horfði fyrst á hana.



Svo kemur Spiderman 2 og 3 sem að jú eru áfram með alveg skemmtilega fallegar tæknibrellur, en söguþráðurinn er bara alls ekki spes því miður. Eins og oft með framhaldsmyndir, þá eru upprenalegu myndirnar bestar, en það á þó sem betur fer ekki við alltaf.

Verð nú að gefa þessari einni og hálfa stjörnu þar sem að tæknibrellurnar voru flottar eins og venjulega, en hún fær ekki hærra enda var hún allt of fyrirsjáanleg, grenjulega og svo framvegis.

Áhorfanleg mynd og mæli ég ekki með að horfa á hana nema það sé ekkert skárra til á heimilinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er einfaldlega ekki hægt að skrifa annað en langa grein/umsögn um Spider-man 3, ég bið afskönar en vona að þið hafi gagn af.

Söguþráðurinn:

Hlutir eru að fara að ganga betur fyrir Peter Parker(Tobey Maguire) sem var bitinn af könguló og fékk ofurkrafta sem hann notar til góðs undir nafninu Spider-man(Köngulóar maðurinn), Spider-man er vinsælli en nokurn tímann fyrr og ástarsamband hans við Mary Jane Watson(Kirsten Dunst) gengur svo vel að hann ætlar að byðja hana um að giftast sér.

En líf hans breytist þegar svart efni/drulla lendir frá himnum og á Peter eitt kvöld. Þetta efni lendir á búning Spider-man´s og gerir hann(Spider-man) ennþá kraft meiri.

Þetta breytir líka persónuleika Peters , hann verður meira “agressive”,reiðari og sjálfumglaðari og breytist frá góðhjörtuðum “lúða” í algjöran asna og egósta(hann reynir við allar kvenpersónur myndarinnar fyrir utan aldraða frænku sína May).

Einnig segir Mary Jane Peter upp vegna afbrygðisemi hennar útí fyrirsætuna og bekkjar félaga Peters, Gwen Stacy(Bryce Dallas Howard) sem Eddie Brock(Topher Grace) er ástfangin af. Brock er ný byrjaður sem ljósmyndari á Daily Bugle, sama dagblaði og Peter vinnur hjá, hann verður seinna hinn ógurlegi Venom.

Fyrrverandi vinur Peters, Harry Osborne(James Franco) sonur Normans Osborne sem var einnig Green Goblin(illmennið í fyrstu myndinni) ætlar að hefna sín fyrir dauða föður síns sem hann telur að Spider-man hafi valdið og hann gerist New Goblin.

Peter og frænka hans May(Rosemary Harris) fá þær fréttir að morðingi Bens(frænda og fóstir föður Peters, sem dó í fyrstu myndinni) hafi sloppið úr fangelsi en hann heitir Flint Marko(Thomas Haden Church). Peter vill auðvitað fá hefnd en það er ekki svo auðvelt því að Marko lennti í slysi í flótta sínum og breyttist í Sand man(hann hefur þá ofurkrafta að geta breyt sér í sand og orðið eins stór og hann vill!).

Spider-man þarf að berjast við þrjá ný illmenni sem vilja bara rústa honum á meðan hans mesta barátta gæti verið við sjálfan sig.......

Umsögn:

Þegar Spider-man kom fyrst út árið 2002 þá “fílaði” ég hana ekki sérstaklega mikið(ég var örugglega aðeins of ungur fyrir hana enda ekki vanur neinu öðru en barnamyndum fyrir utan kannski Lord of the Rings og Star Wars). En það breyttist tveimur árum síðar með framhaldið Spider-man 2 sem sló þá fyrra út á flestum sviðum(þó að Spider-man 1 hafi verið mjög góð ofurhetja/afþreyingar mynd) þannig að ég og flestir(það eru næstum allir á sama máli að Spider-man 2 hafi verið betri en mynd nr.1) biðu með andköfum eftir þriðju myndinni sem var tilkynnt strax á eftir að 2 kom út.

Núna er maður búinn að bíða eftir henni í 3 ár en verð því miður að segja að ég (og margir aðdáendur hinna myndanna) hafi orðið fyrir frekar miklum vonbrygðum með Spider-man 3 sem var frumsýnd 4 maí og sjálfur mætti ég á eina frumsýninguna ásamt fullum sal af (misþroskuðum) aðdáendum hinna myndanna. En ég vil taka það fram að mér fannst hún mun betri í annað skypptið.

Helsti galli myndarinnar er gallað handrit. Það er búið að rugla svo miklu, eins og t.d. Gwen Stacy og Mary Jane Watson(en það er of langt til að fara útí hér) og alltof mikið af persónum og of mikið að gerast þanning að það var einfaldlega ekki nógu mikill í tími í allt. t.d.í hinum myndunum var bara einn óvinur og eitt “love intrest” en hér eru þrír óvinir og tvö “love intrest” ásamt því að Peter og hans breyting og vandamál á að vera í aðalhlutverki og það er bara alltaf mikið fyrir eina mynd. Það hefði tildæmis sleppa Sandman og sambandi hans við dauða uncle Ben algjörlega án þess að breyta myndinni eitthvað.

Margir aðdáendur voru sérstaklega fyrir vonbrygðum með Venom sem er einn vinsælasti óvinur Spider-mans og flestir búnir að bíða eftir með andköfum. Hann(þó að Eddie Brock fái auðvitað meiri tíma) er bara í tveimur atriðum nálægt endanum.

Endirinn var væminn, og mér fannst myndin ekki vera jafn björt(eins og nr. 2) án þess að vera sérstaklega myrk þó að Raimi reyni að gera hana rosalega myrka en það mistekst né skemmtileg(þó að hún sé það en ekki eins og hinar).

Dialogue-ið var líka tilgerðarlegt,væmið,lélegt og hallærislegt á tímabili sem gat ekki annað en eyðilagt frammistöður Maguire og Dunst sem annars stóðu sig vel sérstaklega Maguire á meðan persóna Dunst er virkilega pirrandi þó að það sé ekki endilega henni(Dunst) að kenna.

Venom, Gwen og J. Jameson (J.K. Simmons fer alltaf á kostum í því hlutverki sem yfirmaður Peters) voru vannotuð á meðan M.J. og Sandman sem eru mest pirrandi persónur myndarinnar eru ofnotuð.

Myndin var hinsvegar ekki leiðinleg þrátt fyrir lengdina og var rosalega fyndin á tímabili(þá helst atriði með Simmons og cult leikaranum Bruce Campbell sem einnig lék box kynni og dyravörð í nr. 1 og 2.).

Leikstjórn Sam Raimi er fín en frekar slök miðað við hinar sérstaklega nr. 2.

Tæknibrellurnar voru góðar (fyrir utan Sandman) og það er augljóst að myndin hafi verið gerð fyrir mikin pening.

Tobey Maguire er frekar góður sem Peter Parker og Spider-man og Kirsten Dunst sömuleiðis þó að persóna hennar er leiðinleg og einstaklega pirrandi. En tilgerðarlegt,væmið, lélegt og hallærislegt dialogue-ið gat ekki annað en eyðilagt frammistöður þeirra á tímabili.

Bryce Dallas Howard(the Village, Lady in the water) og Topher Grace(That '70s Show) eru fín og bæði alltof van notuð. Grace passaði samt ekki alveg sem Venom.

Thomas Haden Church(Sideways) var ekkert sérstakur, hann var eitthvað svo stífur og frosinn og tók sig frekar alvarlega án þess að leika neitt vel. Ég er fastur á þeirri skoðun að myndin hefði verið miklu betur ef honum hans persónu hefði verið sleppt.

James Franco(Spider-man 1,2) er hugsanlega versti leikarinn í myndinni, hann leikur einfaldlega ekki nógu sannfærandi né vel.

Það hefur verið staðfest að Spider-man 4,5 og 6 verði gerðar (jafnvel fleiri!) og við skulum vona að þær verði betri en þessi þó er hætta að þetta verði allt blóðmjólkað.

Spider-man 3 er eins og hinar Spider-man myndirnar afþreyingar- og sumarmynd(því miður held ég að þessi verði kannski skársta sumar-stórmyndmynd ársins því hinar lýta vægast sagt illa út) að sem hægt er að hafa gaman af þrátt fyrir nokkra galla en því miður versta myndin í góðri seríu. Hefði getað verið miklu betri
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er flott og svona og fín drama mynd en sem ofurhetju mynd þá er þetta hundleiðinlegt þetta er bara svona emo spider man sama kúrsan látinn ganga leingi.Öll atriði urðu að enhverju drama atritiði og það var lítið að gerast að viti nema alveg í lokinn.Myndin er með flotta leikara og flott tekinn upp tækni brellur mjög góðar en söguþráðurinn er hundleiðinlegur hvar er allur hasarinn sem er og á alltaf að vera í ofurhetjumyndum.Fréttaritsstjórinn bjargaði því litla sem hægt var að bjarga hans atriði og það sem hann sagði var flott.Þessi mynd og superman returns eru drama myndir ekkert annað og báðar ekkert látið ofurhetjunar gera neitt að viti án þess að grenja.Ritsjórinn fær þessa hálfastjörnu og hversu flottar tæknibrellur hálfa rest er rusl ekki fara á hana :
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spider-Man 3 beið ég spenntur eftir og þrátt fyrir nokkra augljósa galla skemmti ég mér þrusuvel yfir henni. Hún segir frá því þegar Peter Parker(Tobey Maguire) e.þ.s. Kóngulóarmaðurinn góðkunni gengur allt í haginn eftir heldur erfiða fortíð(sjá fyrri myndirnar tvær). Hann er yfir sig ástfanginn af hinni fögru Mary Jane(Kirsten Dunst) og New York búar taka honum fagnandi. Sweet. Skyndilega fer hins vegar allt andskotans til þegar hinn syrgjandi Harry Osborn(James Franco) fetar í fótspor föður síns(Willem Dafoe í fyrstu myndinni) og gerist nýr Grænálfur, Flint Marko(Thomas Haden Church) verður að Sandman og Peter sýnir á sér dekkri hlið völdum samlífingsbúnings utan úr geimnum. Það sem dregur Spider-Man 3 niður er ekki mjög margt en til að nefna eitthvað þá finnst mér þessi seinni Grænálfur vera heldur slappur miðað við hverju cliffhangerinn í seinni myndinni lofaði. Ég vil ekki vera spoiler en svona átti ekki að nota þennan karakter undir lokin. Topher Grace leikur svo Venom og það hefði mátt gera aðeins meira og betra með hann. Church er nokkuð góður miðað við að mér hefur aldrei þótt Sandman vera neitt áhugaverður karakter úr myndasögunum. Margir skúrkar sem ég fíla betur. En ég bara verð að hrósa Maguire fyrir snilldartakta þegar hann gerir Peter pessimístískan. Algjör snilld. Fær mann til að hugsa um hvort að hann ætti einhvern tímann að leika vonda kallinn. Annars er hann burtséð frá þessum atriðum voða indæll stóran hluta myndarinnar. Kirsten Dunst er alltaf sama skvísan og hentar fullkomlega sem Mary Jane. Spider-Man 3 er á köflum pínulítið væmin(væmnari en hinar) sem er galli því það passar ekki í svona myndir. En hasarinn er þó algjört augnayndi og nóg er að gerast hér til að halda manni við efnið. Basically er Spider-Man 3 góð mynd gerð eftir ekki svo góðu handriti og slíkt er mögulegt. Það er allavega það sem Sam Raimi hefur sannað hér. Jæja, flott mynd og aldrei vottar beinlínis fyrir langdregni en sökum nokkurra galla held ég að þrjár stjörnur sé hæfileg einkunn. Hrifning mín á Spider-Man(myndasögunum og bara yfirhöfuð) hefur líka eitthvað um málið að segja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn