Doctor Strange in the Multiverse of Madness (2022)
Doctor Strange 2
"Enter a new dimension of Strange."
Dr.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Dr. Stephen Strange leggur á forboðin álög sem opna gáttir inn í hliðarheima, þar á meðal yfir í aðrar útgáfur af honum sjálfum. Ógnin sem þetta skapar fyrir mannkynið er meiri en Strange, Wong og Wanda Maximoff ráða við í sameiningu.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Sam Raimi vildi í fyrstu ekki leikstýra fleiri ofurhetjumyndum, eftir að hafa misst sjálfstraustið eftir misjafnar viðtökur við Spider-Man 3 frá 2007. En þegar umboðsmaður hans hringdi í hann útaf þessari mynd ákvað hann að slá til þar sem hann hafði haft gaman af fyrri Doctor Strange myndinni, og persónunni sjálfri. Hann ákvað því að taka áskoruninni og sjá hvort hann gæti staðist væntingar áhorfenda í eitt skiptið til viðbótar.
Elizabeth Olsen flaug til Lundúna til að leika í myndinni aðeins tveimur dögum eftir að tökum lauk á sjónvarpsþáttunum WandaVision.
Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Sam Raimi leikstýrir í níu ár, eða síðan hann gerði Oz the Great and Powerful árið 2013.
Þessi mynd, Spider-Man: No Way Home og Thor: Love and Thunder voru allar kvikmyndaðar á sama tíma. Spider-Man í New York og Atlanta, Thor í Sydney í Ástralíu og þessi mynd á Englandi.
Þetta er fimmta Marvel myndin í röð sem bönnuð er í Kína. Hinar eru Black Widow, Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings, Eternals og Spider-Man: No Way Home.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Marvel StudiosUS
Kevin Feige ProductionsUS






























