Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Spider-Man 2 2004

(Spiderman 2, Spider Man 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júlí 2004

This summer a man will face his destiny. A hero will be revealed

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Peter Parker er ekki hamingjusamur: Eftir að hafa eytt tveimur árum í að berjast á móti glæpum sem Köngulóarmaðurinn, þá er einkalíf hans allt að fara í vaskinn. Stúlkan sem hann elskar er trúlofuð öðrum, einkunnir hans í skólanum eru ekki nógu góðar lengur, hann helst ekki í vinnu, og ofan á allt saman þá gagnrýnir dagblaðið Daily Bugle hann harðlega,... Lesa meira

Peter Parker er ekki hamingjusamur: Eftir að hafa eytt tveimur árum í að berjast á móti glæpum sem Köngulóarmaðurinn, þá er einkalíf hans allt að fara í vaskinn. Stúlkan sem hann elskar er trúlofuð öðrum, einkunnir hans í skólanum eru ekki nógu góðar lengur, hann helst ekki í vinnu, og ofan á allt saman þá gagnrýnir dagblaðið Daily Bugle hann harðlega, og segir að köngulóarmaðurinn sé glæpamaður. Hann fær að lokum nóg af þessu og gefst upp á því að vera að elta glæpamenn, í eitt skipti fyrir öll. En eftir misheppnaða vísindatilraun, þá breytist hinn sérvitri og ákvafi vísindamaður Dr. Otto Octavius í ofur þorparann Doctor Octopus, eða Doc Ock, og fær fjóra langa griparma á bakið. Peter íhugar nú hvort að rétti tíminn sé kominn fyrir köngulóarmanninn að snúa aftur, en mun hann gera það?... minna

Aðalleikarar


Það sem er vandamál með þessa mynd... er að Alfred molina, skapar ekki nærum því jafn góðan karakter eins og William Dafoe Gerði með Green Goblin. Samt ekkert beint síðri mynd heldur en var í Spider-man 1 Mér fannst þessi mynd vera Betri í fyrstu en samt varð leiðinleg til lengdar það var hinn ekki. Mjög góð tónlist og allt sem danny elfman er nátúrulega snillingur í, Fyrir þá sem hafa ekki séð þessa mynd þá mæli ég samt með henni því ykkur á alveg eftir að finnast hún góð..., ef ykkur langar að sjá hana! gegt,
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá,það er langt síðan að ég sá Spiderman 2 síðast,verð nú að fara að sjá hana aftur en hún er bara svo rosalega vel gerð og Tobey Maguire leikur þetta vel,hann er auðvitað ekki eins og persónan í myndasögunum,rosalega myndarlegur kennari sem er ofurhetja,heldur er Peter Parker hér skrítinn,utanvið og einmanna háskólastrákur sem veit ekki hvað hann á að gera við hæfileika sína.Dock Ock er eitthvað flottasta illmenni sem ég hef séð í ofurhetju mynd.Það er ekkert að gangnrýna nema kannski Kirsten Dunst sem leikur hina óáhugaverðu Mary Jane,þó fer hún ekki eins mikið í taugarnar á mér eins og áður.Peter Parker(Maguire)er ennþá í háskóla og býr nú einn í pínulítilli klósettlausri íbúð,hann er í tveimur störfum með skólanum,og hann er alveg blankur og var bitinn af stökkbreyttri könguló(í fyrstu myndinni)og getur klifrað upp veggi og spýtt köngulóar vefi og hann er sterkur og gengur undir nafninu Spider man/köngulóar maðurinn.Þessa krafta notar hann til að bjarga mannslífum og reyna að gera borginni að betri stað með því berjast við glæpamenn en með þessu starfifylgir mikil ábyrgð og það að lifa tvöföldu lífi er að drepa hann og ekki nóg með það,engir í bænum treysta honum og allir vilja meina að hann sé hættulegur glæpa maður og blöðin keppa við að gera lítið úr honum.Hann er sjálfur eins og ég sagði blankur og frænka hans May(Rosemary Harris)sem hann hefur búið hjá síðan að hann man eftir sér er að missa húsið og á einnig bágt,besti vinur hans Harry(James Franco)hatar Spider man því hann heldur að hann hafi drepið föður sinn(sem var Green Goblin) og vill ekkert meira en hefnd,draumadís Peters hin fallega Mary Jane(Kirsten Dunst) er orðin þekkt leikkona og vill ekki tala við hann og nýtt illmenni er komið í borgina Dr.Octopuss eða Dock Ock(Alfred Molina)sem er að reyna að tortíma borginni.Það er eins og að hlutir geti ekki verið erfiðari hjá honum.Og þetta er bara byrjunin ekki miklir spoilerar.Og ég er sammála Sigurði hún er miklu MIKLU betri en forverinn þó að sú mynd af líka verið góð.Frábær Sumar smellur sem að þeir sem kunna með meta popp og kók sumar stórmyndir mega alls ekki missa af Spider man 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd sem Marvel gaurarnir eru að gera. Þessi mynd er mjög góð með nokkrum bröndurum og góðan húmor. Tobbie Maguire er ógeðslega flottur sem Spider Man. Kirsten Dunst er líka mjög góð,en það er eitthvað við hana sem mér finnst ekki nógu gott. Alfred Molina er líka mjög ,,cool sem Octobus sem er vondi gaurinn. Ég mæli mikið með þessari mynd, kíkið bara á þessa og ég lofa að hún sé góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hin fínasta skemmtun, svolítið væla á köflum og svona dálítið hallærisleg fannst mér.


Sjálfum fannst mér eiginlega fyrri myndin betri, margir á öðru máli en þetta er mín skoðun. Tobey er fínn í sínu hlutverki og skilar sínu, restin af castinu er svosem ágætt að reyna sitt en gengur ekki alveg nógu vel.


Flottar brellur, ágætis söguþráður og mikill hasar gera þessa mynd að þeirri sem hún er, en að veita þessari mynd betri einkunn en þessa er að mínu mati ofmat. Spider-Man er auðvitað framhaldsmyndir eins og restin af ofurhetju myndunum eru, og er því auðvitað alltaf gert framhald af myndunum sem getur verið frábært en floppar stundum, sem þessi mynd gerir hins vegar ekki. Hún heldur manni alveg og þannig en missir mann oft útí að pæla í vælunni og hallærileikanum í henni í miðri mynd.


En ég er búinn að sjá hana og kvet eindregið alla sem hafa áhuga á spennu, hasar og brellum að kíkja á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er örugglega ein af bestu framhaldsmyndum sem hafa verið gerðar. Það er allt bætt í þessari mynd. Flottari tæknibrellur, farið betur í persónurnar, sagan er mun áhugaverðari, meiri spenna, miklu betri óvinur, leikstjórn. You name it. Allt gert betur. Þessi mynd er, without a doubt, besta myndin sem er gerð eftir comic books. Vona að sú þriðja verði álíka góð og þessi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn