Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Magical world of Oz!!!
Hver man ekki eftir 1939 klassíkinni The Wizard of Oz, og ævintýrum Dorothy og hennar eftirminnilegu karakterum Fuglahræðunni, Stálmanninum og Ljóninu í leit þeirra að heila, hjarta og hugrekki? Og ferð þeirra til að losa Emerald City við Vondu Nornina í Vestrinu? Upprunalega myndin hefur veitt gleði meðal miljóna manna víða yfir allan heim, og er enn þann dag í dag ein af eftirminnilegustu ævintýra/söngmyndum sem hafa verið gerðar með sínu magnaða sjónarspili, ímyndarríkum heimi og ógleymanlegum og skemmtilegum lögum.
Og nú, 74 árum seinna, er kominn forsagan að þessari mögnuðu ævintýramynd, Oz: The Great & Powerful.
Nú er það Sam Raimi, sem er hvað þekktastur fyrir Evil Dead og Spider-Man, sem heldur um taumana á þessum magnaða heimi. Og verð ég að segja að valið á honum fyrir þessa mynd er nánast perfect, þar sem hann er svo mikill visual director og alveg tilvalinn til að leikstýra þessari mynd.
Nær hann að heilla mann jafn mikið og upprunalega meistaraverkið gerði? Að vissu leyti, já.
Heimurinn í þessari mynd er eins stór og magnaður og hann getur orðið. Og það hjálpar vel að brellurnar, 3D tæknin (sem er virkilega flott hér) og sviðsmyndirnar eru eins magnaðar og þær eru því þær eru það sem gerir gæfumuninn, og fær mann til að verða jafn dáleiddur yfir þessum magnaða heimi eins og í upprunalegu myndinni. Manni líður eins og að verða krakki aftur við að horfa á þessa mynd, og sú tilfinning er alltaf jafn æðisleg.
En eru karakterarnir jafn eftirminnilegir? Því miður er svarið við því nei. Þó eru sumir af þeim nokkuð góðir. China Girl, sem er lítil stelpa sem Oz hittir á leið sinni að stoppa Vondu Nornina, er algjört krútt sem er talsett af Joey King. Michelle Williams er ágæt í hlutverki Glindu en nær ekki þessu magical touch sem Billie Burke gerði í upprunalegu myndinni. Rachel Weisz og Mila Kunis í hlutverkum nornanna Evanora og Theodora voru versti parturinn í myndinni. Þetta eru karakterarnir sem eiga að hræða mann, en þær bara hafa ekki þennan scare factor sem á að einkenna karaktera þeirra. Og Zach Braff er so-so í talsetningu sinni á fylgisveini Oz. En fljúgandi aparnir voru nokkuð creepy.
En hvernig er sagan? Fyrir mynd sem er forsaga, þá virkar hún mjög vel. Hún útskýrir hvernig Oscar verður að galdrakarlinum, og hvernig Vonda Nornin í Vestrinu verður til og það sést mjög vel að Raimi lagði mikið upp úr því að ná að tengja þessa mynd við upprunalegu klassíkina og gerir það nokkuð vel og sannfærandi.
Og þá er það tónlistin: Hvernig er hún? Það er nú ekki mikið um söngatriði í þessari mynd, eiginlega bara eitt atriði. Og það nær aldrei þeim hæðum sem lögin í upprunalegu myndinni gerðu. En þó er alltaf jafn gaman að heyra tónlistina frá Danny Elfman. Það er alveg sama hvað maðurinn gerir: Maðurinn er snillingur í að búa til tónlist fyrir myndir og ekki breytist það hér.
Lokaniðurstaða: Þrátt fyrir að karakterarnir ná ekki að heilla mann jafn mikið hér og í upprunalegu myndinni, þá bætir Oz The Great & Powerful það upp með frábærri sjónrænni veislu fyrir augun og góðri sögu. Þessi mynd er verðug forsaga fyrir upprunalegu myndina.
7 af 10.
Hver man ekki eftir 1939 klassíkinni The Wizard of Oz, og ævintýrum Dorothy og hennar eftirminnilegu karakterum Fuglahræðunni, Stálmanninum og Ljóninu í leit þeirra að heila, hjarta og hugrekki? Og ferð þeirra til að losa Emerald City við Vondu Nornina í Vestrinu? Upprunalega myndin hefur veitt gleði meðal miljóna manna víða yfir allan heim, og er enn þann dag í dag ein af eftirminnilegustu ævintýra/söngmyndum sem hafa verið gerðar með sínu magnaða sjónarspili, ímyndarríkum heimi og ógleymanlegum og skemmtilegum lögum.
Og nú, 74 árum seinna, er kominn forsagan að þessari mögnuðu ævintýramynd, Oz: The Great & Powerful.
Nú er það Sam Raimi, sem er hvað þekktastur fyrir Evil Dead og Spider-Man, sem heldur um taumana á þessum magnaða heimi. Og verð ég að segja að valið á honum fyrir þessa mynd er nánast perfect, þar sem hann er svo mikill visual director og alveg tilvalinn til að leikstýra þessari mynd.
Nær hann að heilla mann jafn mikið og upprunalega meistaraverkið gerði? Að vissu leyti, já.
Heimurinn í þessari mynd er eins stór og magnaður og hann getur orðið. Og það hjálpar vel að brellurnar, 3D tæknin (sem er virkilega flott hér) og sviðsmyndirnar eru eins magnaðar og þær eru því þær eru það sem gerir gæfumuninn, og fær mann til að verða jafn dáleiddur yfir þessum magnaða heimi eins og í upprunalegu myndinni. Manni líður eins og að verða krakki aftur við að horfa á þessa mynd, og sú tilfinning er alltaf jafn æðisleg.
En eru karakterarnir jafn eftirminnilegir? Því miður er svarið við því nei. Þó eru sumir af þeim nokkuð góðir. China Girl, sem er lítil stelpa sem Oz hittir á leið sinni að stoppa Vondu Nornina, er algjört krútt sem er talsett af Joey King. Michelle Williams er ágæt í hlutverki Glindu en nær ekki þessu magical touch sem Billie Burke gerði í upprunalegu myndinni. Rachel Weisz og Mila Kunis í hlutverkum nornanna Evanora og Theodora voru versti parturinn í myndinni. Þetta eru karakterarnir sem eiga að hræða mann, en þær bara hafa ekki þennan scare factor sem á að einkenna karaktera þeirra. Og Zach Braff er so-so í talsetningu sinni á fylgisveini Oz. En fljúgandi aparnir voru nokkuð creepy.
En hvernig er sagan? Fyrir mynd sem er forsaga, þá virkar hún mjög vel. Hún útskýrir hvernig Oscar verður að galdrakarlinum, og hvernig Vonda Nornin í Vestrinu verður til og það sést mjög vel að Raimi lagði mikið upp úr því að ná að tengja þessa mynd við upprunalegu klassíkina og gerir það nokkuð vel og sannfærandi.
Og þá er það tónlistin: Hvernig er hún? Það er nú ekki mikið um söngatriði í þessari mynd, eiginlega bara eitt atriði. Og það nær aldrei þeim hæðum sem lögin í upprunalegu myndinni gerðu. En þó er alltaf jafn gaman að heyra tónlistina frá Danny Elfman. Það er alveg sama hvað maðurinn gerir: Maðurinn er snillingur í að búa til tónlist fyrir myndir og ekki breytist það hér.
Lokaniðurstaða: Þrátt fyrir að karakterarnir ná ekki að heilla mann jafn mikið hér og í upprunalegu myndinni, þá bætir Oz The Great & Powerful það upp með frábærri sjónrænni veislu fyrir augun og góðri sögu. Þessi mynd er verðug forsaga fyrir upprunalegu myndina.
7 af 10.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
L. Frank Baum, Mitchell Kapner
Framleiðandi
Walt Disney Pictures
Kostaði
$200.000.000
Tekjur
$491.868.548
Vefsíða:
www.ozthegreatandpowerfulmovie.com
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
8. mars 2013
Útgefin:
15. ágúst 2013