Nýtt plakat fyrir Star Trek XI

Glænýtt plakat fyrir nýjustu mynd J.J. Abrams, Star Trek XI, var að detta inn. Með aðalhlutverk fara þeir Chris Pine og Zachary Quinto, sem leysa hlutverkin af sem William Shatner og Leonard Nimoy gerðu sígild hér áður fyrr.

Plakatið má sjá hér fyrir neðan, smellið á það fyrir betri upplausn.

Star Trek XI verður heimsfrumsýnd þann 8. maí.