Nýtt sýnishorn úr Mad Max: Fury Road

Hin sígilda Mad Max frá árinu 1979 átti sinn þátt í að koma ástralskri kvikmyndagerð á kortið, en í kjölfar fyrstu myndarinnar fylgdu tvær framhaldsmyndir; The Road Warrior og Mad Max: Beyond Thunderdome.

madmax

Fjórða myndin, Mad Max: Fury Road, verður frumsýnd í maí á næsta ári. Fjögur ár eru liðin frá því að tökur á myndinni hófust, en aukatökur stóðu yfir í fyrra.

Aðalhlutverk í myndinni leika þau Tom Hardy, sem leikur titilhlutverkið, Nichoalas Hoult og Charlize Theron. George Miller, sem leikstýrði fyrri þremur myndunum, er aftur mættur á svæðið til að stýra þessari.

Nýtt sýnishorn úr myndinni var sýnt á Comic-Con ráðstefnunni sem fer nú fram í San Diego í Bandaríkjunum. Í sýnishorninu er sýnt frá miklum hasar í eyðimörkinni, en sýnishornið má sjá hér að neðan.