Ofsóttir og drepnir vegna olíuauðs

Fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Martin Scorsese; Killers of the Flower Moon.

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Í upphafi tuttugustu aldarinnar varð Osage fólkið auðugt á einni nóttu vegna olíufundar. Svo efnaður varð ættbálkurinn að fólkið varð samstundis eitt það ríkasta í heimi.

Auður þessara frumbyggja í Ameríku dró að sér athygli hvítra boðflenna sem misnotuðu og kúguðu fólkið og stálu eins mikið af peningunum og hægt var. Ofbeldi og morð fylgdu í kjölfarið.

Sannir atburðir

Myndin er byggð á sönnum atburðum og er sögð í gegnum ástarsögu Ernest Burkhart, sem Leonardo DiCaprio leikur, og Mollie Kyle, sem Lily Gladdstone leikur.

Kvikmyndin er hvort tveggja í senn stór sögulegur vestri og glæpasaga, þar sem sönn ást spilast saman saman við ólýsanleg svik.

Killers of the Flower Moon (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 93%

Þegar olía finnst á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar í Oklohoma í Bandaríkjunum í landi Osaga þjóðarinnar, þá er Osaga fólkið myrt eitt af öðru á dularfullan hátt þar til alríkislögreglan FBI, þar á meðal forstjóri stofnunarinnar J. Edgar Hoover, kemur til skjalanna ...

Tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna.

Aðrir helstu leikarar eru Robert De Niro og Jesse Plemons. Handrit gerðu Eric Roth og Martin Scorsese, byggt á metsölubók David Grann.

Einnig leika í myndinni þau Tantoo Cardinal, John Lithgow, Brendan Fraser, Cara Jade Myers, JaNae Collins, Jillian Dion, William Belleau, Louis Cancelmi, Tatanka Means, Michael Abbot Jr., Pat Healy, Scott Shepard, Jason Isbell og Sturgill Simpson.

Myndin kemur í bíó á Íslandi 20. október nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: