Óskarstilnefndar myndir verða á bilinu 5 – 10 á næsta ári

Óskarsakademían bandaríska ( The Academy of Motion Picture Arts and Sciences ) hefur ákveðið að breyta Óskarstilnefningareglunum fyrir bestu mynd, og munu breytingarnar taka gildi við tilnefningar fyrir verðlaunin á næsta ári.
Samkvæmt nýju reglunum þá mega tilnefndar myndir nú vera á bilinu 5 – 10.

Endanlegur fjöldi tilnefndra mynda verður ekki tilkynntur fyrr en í janúar.

Í ár, og í fyrra, þá voru tíu myndir tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Þar áður voru myndirnar alltaf fimm.

Fráfarandi stjórnandi akademíunnar Bruce Davis segir að ef að til dæmis aðeins átta myndir eiga skilið tilnefningu, þá eru meðlimir akademíunnar ekki skyldugir til að hafa þær tíu.

Óskarstilnefningar verða tilkynntar þann 24. janúar nk. og verðlaunaathöfnin sjálf verður þann 26. febrúar á næsta ári.

Hvað finnst ykkur um þessa breytingu? er hún góð, eða slæm?