Í nótt að íslenskum tíma verða Óskarsverðlaunin afhent í nítugasta skipti. Í tilefni af því er gaman að rifja upp hvaða leikarar hafa oftast hlotið þessi virtu verðlaun.
1. Walt Disney: 59 tilnefningar (Vann 26 )
Fjögur af verðlaunum Disney voru heiðursverðlaun: ein voru fyrir að hafa skapað Mikka Mús, ein fyrir Mjallhvíti og dvergana sjö, ein fyrir notkun hljóðs í Fantasíu, og ein Irving G. Thalberg verðlaun.
2. Katharine Hepburn: 12 tilnefningar (Vann 4)
Hepburn vann fyrir Morning Glory (1933), Guess Who’s Coming to Dinner (1967), The Lion in Winter (1968) og On Golden Pond (1981)
3. Meryl Streep: 21 tilnefningar (Vann 3)
Streep er tilnefnd í ár fyrir The Post. Áður hefur hún unnið fyrir Kramer vs. Kramer (1979), Sophie’s Choice (1982), og að lokum The Iron Lady (2011).
4. Jack Nicholson: 12 tilnefningar (Vann 3)
Hann vann fyrir One Flew over the Cuckoo’s Nest (1975), Terms of Endearment (1983) og As Good as It Gets (1997).
5. Denzel Washington: 8 tilnefningar (Vann 2)
Denzel sló upphaflega í gegn í Glory (1989) og vann svo fyrir Training Day (2001).
6. Cate Blanchett: 7 tilnefningar (Vann 2)
Blanchett fékk hlutverk í The Aviator (2004) og Blue Jasmine (2013) sem tryggðu henni gylltu styttuna.
7. Robert DeNiro: 7 tilnefningar (Vann 2)
Hann fékk verðlaunin fyrir The Godfather: Part II (1974) og Raging Bull (1980).
8. Dustin Hoffman: 7 tilnefningar ( Vann 2)
Hann krækti í sín verðlaun fyrir Kramer vs. Kramer (1979) og Rain Man (1988).
9. Al Pacino: 8 tilnefningar (Vann 1)
Óskarinn sinn fékk hann fyrir Scent of a Woman (1992)
10. Jeff Bridges: 7 tilnefningar (Vann 1)
Valinn besti leikarinn fyrir Crazy Heart (2009).
11. Judi Dench: 7 tilnefningar (Vann 1)
Frammistaða hennar í Shakespeare in Love (1998) tryggði henni heiðurinn.
11. Kate Winslet: 7 tilnefningar (Vann 1)
Titanic sló öll met í verðlaunum, en Winslet fékk sín verðlaun fyrir The Reader (2008)