25 verstu hárgreiðslurnar

Kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman lista yfir 25 verstu hárgreiðslur karlkyns leikara á hvíta tjaldinu. colin farrell

Tilefnið er ummæli sem leikarinn Colin Farrell lét falla í breska spjallþættinum The Graham Norton Show á föstudaginn.

Þar sagði hann: „Ef tímaritið Empire gerir lista yfir 10 verstu hárgreiðslurnar í kvikmyndum þá á ég pottþétt þrjár þeirra,“ sagði hann.

Empire tók hann á orðinu og ákvað að setja saman lista en lét hann ná yfir 25 hárgreiðslur. Farrell á einmitt þrjár hárgreiðslur á listanum. Á meðal annarra sem komast á blað eru Nicolas Cage, John Travolta og Bruce Willis.

Hér má sjá þennan áhugaverða lista.