Paul Giamatti í Hangover 2

Tökur á framhaldi hinnar geysivinsælu The Hangover er hafnar og það virðist sem heimsfrægir leikarar sláist um hlutverk í myndinni. Eins og kunnugt er var Mel Gibson boðið hlutverk í The Hangover: Part 2 en það féll ekki í kramið hjá stjörnum myndarinnar. Liam Neeson hreppti hlutverkið í staðinn, og nú hefur Paul Giamatti bæst við í leikarahópinn. Giamatti var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Cinderella Man, en ekki er vitað hvaða hlutverk hann mun hafa í myndinni.

The Hangover: Part 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, beint framhald af The Hangover en félagarnir fjórir halda nú til Tælands og vakna við svipuð herlegheit og í fyrri myndinni.

B.D.S