Þessar „Stórmerkilegu staðreyndir, eða þannig … “ birtust fyrst í ágústhefti Mynda mánaðarins:
Shailene Woodley var boðið að leika þær Anastasiu Steele í Fifty Shades of Grey og Casey Newton í Tomorrowland, en hafnaði báðum hlutverkunum sem enduðu síðan hjá þeim Dakotu Johnson og Britt Robertson.
Faðir leikarans Ansels Elgort er ljósmyndarinn Arthur Elgort sem umbylti tískuljósmyndun árið 1971 með svokölluðum „snapshot“-stíl og hefur unnið fyrir flesta tískuvörurisa heims. Verk hans eru m.a. til sýnis í International Center of Photographysafninu í New York, Museum of Fine Arts í Houston í Texas og í Victoria and
Albert-listasafninu í London. Þess má geta að amma Ansels í móðurætt var norsk, Aase-Grethe, en hún barðist með norsku andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og átti stóran þátt í að bjarga fjölda norskra gyðinga, þ. á m. fjölmörgum
börnum, frá því að lenda í útrýmingarbúðum nasista.
Breski leikarinn Theo James heitir fullu nafni Theodore Peter James Kinnaird Taptiklis og er að hluta til nefndur í höfuðið á föðurafa sínum Nicholas Theodore Taptiklis, sem var grískur.
Jordana Brewster, sem leikur Miu í Fast and Furious-myndunum, er fædd í Panama og er dóttir brasilísku fyrirsætunnar Mariu João og bandaríska fjármálamannsins Aldens
Brewster, en faðir hans, Kingman Brewster, Jr., var forseti Yale-háskólans frá 1963 til 1977 og sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi 1977 til 1981. Þeir feðgar, og þá um leið Jordana, eru afkomendur pílagrímsins Williams Brewster sem komst eftir miklar hrakningar til Nýja-Englands á norðausturströnd Bandaríkjanna árið 1620 með fleyinu fræga, Mayflower.
Fyrsta leikprufa Michelle Rodriguez var fyrir myndina Girl Fight (2000). Hún fékk hlutverkið. Önnur prufan sem hún fór í var fyrir The Fast and the Furious (2001). Hún fékk það hlutverk líka.
Gata sem tekin var í notkun í nýju hverfi í bænum Pelluhue í Chile heitir Paul Walker-gata til heiðurs Paul Walker sem fór til bæjarins árið 2010 til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálfta sem reið þar yfir 27. febrúar sama ár.
Tom Hardy nefndi hundinn sinn, sem dó árið 2011, Max, í höfuðið á Mad Max, löngu áður en hann vissi að dag einn ætti hann eftir að leika hann.
Joel Kinnaman heitir í raun Charles Joel Nordström og er fæddur í Stokkhólmi 25. nóvember 1979. Móðir hans er sænsk en faðirinn bandarískur og er Joel með ríkisborgararétt í báðum löndunum.
Will Ferrell og þáttastjórnandinn Jon Stewart voru herbergisfélagar áður en þeir slógu í gegn, hvor á sínu sviði.
Elizabeth Olsen segir að fyrirmynd sín í leiklist hafi alltaf verið Michelle Pfeiffer og að uppáhaldsmynd sín í æsku hafi verið gríntryllirinn Tremors.