Pitt, Bale og Gosling í 'The Big Short'

Stórleikararnir Brad Pitt, Christian Bale og Ryan Gosling munu leiða saman hesta sína í nýrri kvikmynd frá framleiðslufyrirtækinu Plan B, sem er m.a. í eigu Pitt. Leikstjóri Anchorman, Adam McKay, mun leikstýra myndinni.

brad-pitt-christian-bale-and-ryan-gosling-the-big-short

Myndin verður gerð eftir bókinni The Big Short: Inside the Doomsday Machine eftir metsöluhöfundinn Michael Lewis, en hann hefur gefið út margar bækur um fjármálalífið, þar á meðal Moneyball sem var einnig gerð að kvikmynd og skartaði Brad Pitt og Jonah Hill í aðalhlutverkum.

Myndin mun gerast rétt fyrir efnahagshrunið og fjallar um nokkra einstaklinga sem högnuðust gífurlega á því að taka skortstöður á húsnæðismarkaðinum í Bandaríkjunum á árunum 2005 til 2008.

Áætlað er að tökur hefjist í haust á þessu ári.