2014 verður ár Biblíumynda í Hollywood

Allt lítur út fyrir að 2014 verði ár Biblíumyndanna í Hollywood.

noah

Í mars kemur í bíó stórmyndin Noah, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. Hún kostaði 150 milljónir dala í framleiðslu og með aðalhlutverkið fer Russell Crowe.

Önnur stórmynd, Exodus, er væntanleg í desember 2014 með  Christian Bale  í hlutverki Móses. Leikstjóri er Sir Ridley Scott, sem á að baki Prometheus, Alien og Blade Runner.

Mary sem fjallar um Maríu mey er einnig í undirbúningi. Þar leika Odeya Rush, Ben Kingsley og Julie Ormond helstu hlutverkin.

Á næsta ári verður einnig frumsýnd Son of God sem fjallar um ævi Jesú Krists þar sem Portúgalinn Diogo Morgado verður í aðalhlutverki.

Aðrar myndir tengdar Biblíunni sem eru flestar á hugmyndastigi eru Gods and Kings í leikstjórn Ang Lee, Cain and Abel, sem Will Smith er sagður vera að undirbúa, Pontius Pilate með Brad Pitt og Resurrection, sem fjallar um rómverskan hermann sem rannsakar dauða Krists.