Tökur á Prometheus 2 hefjast í febrúar

Tökur á Prometheus 2 hefjast í febúar næstkomandi, einum mánuði síðar en talað hefur verið um. prometheus

Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott við Deadline á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Hann  staðfesti einnig að Michael Fassbender muni snúa aftur sem vélmennið David.

Að sögn Scott er óvíst hvort tökur muni fara fram í Ástralíu eða í Toronto. Fyrri myndin, sem kom út 2012, var að hluta til tekin upp á Íslandi, en svo virðist sem nýja myndin verði ekki tekin upp hérlendis.

Prometheus átti að gerast á undan Alien-myndunum en Scott leikstýrði einmitt þeirri fyrstu sem kom út árið 1979.

Prometheus 2 er væntanleg í bíó í maí 2017.