Rapace ekki með í Alien: Covenant

Ridley Scott hefur staðfest að sænska leikkonan Noomi Rapace muni ekki snúa aftur í hlutverki Dr. Elizabeth Shaw í Alien: Covenant, framhaldi Prometheus.

noomi

Leikstjórinn hafði áður sagt að Rapace myndi leika í myndinni ásamt Michael Fassbender.

Katherine Waterston, sem lék á móti Fassbender í Steve Jobs mun leika leiðtoga nýs hóps landkönnuða í Alien: Covenant.

Scott greindi frá því í fyrra að hann ætlaði að gera þrjár Prometheus-framhaldsmyndir um mun sú síðasta tengjast við hina sígildu Alien frá árinu 1979.

Tökur á nýju myndinni hefjast í Ástralíu í mars og er myndin væntanleg í bíó í október á næsta ári.