Alien: Covenant verður sú fyrsta í þríleik

Ridley Scott hefur staðfest að Alien: Covenant verður fyrsta myndin í þríleik sem gerist á undan Alien, sem kom út 1979. prometheus

Ein mynd hefur áður komið út sem gerist á undan Alien, eða Prometheus sem var að hluta til tekin upp hér á landi. Alien: Covenant, sem gerist á eftir henni. fjallar um geimfara sem lenda á fjarlægri plánetu. Þeir búast við sannkallaðri paradís en sú verður langt í frá raunin.

Að sögn Scott verður nýi þríleikurinn „flókin saga“ sem mun enda á svipuðum stað og Alien hófst.

Sumir aðdáendur Alien hafa lýst yfir efasemdum með þríleikinn og sjá ekki þörfina á honum, sérstaklega af því að þeir voru ekki hrifnir af Prometheus, en við verðum bara að bíða og sjá.