Framhald Prometheus fær nýtt nafn

Framhald Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi, hefur fengið nafnið Alien: Covenant. prometheus

Myndin átti fyrst að heita Alien:Paradise Lost en í viðtali við American Film Institute afhjúpaði leikstjórinn Ridley Scott nýja nafnið.

Tökur eiga að hefjast í febrúar á næsta ári.

Vegna framleiðslu Alien:Covenant hefur kvikmyndaverið Fox ákveðið að fresta gerð nýrrar myndar frá Neill Blomkamp sem verður framhald fyrstu tveggja Alien-myndanna en Prometheus og Alien:Covenant eiga að gerast á undan þeim.