Bale kemur til greina sem Móses

Christian Bale er sagður koma til greina í hlutverk Móses í myndinni Exodus sem er í undirbúningi. Viðræður eru á byrjunarstigi en leikstjóri er Ridley Scott.

Exodus er önnur epíska Biblíumyndin sem er í undirbúningi því Noah, sem var að hluta til tekin upp hér á landi í leikstjórn Darren Aronofsky, er væntanleg í bíó vorið 2014.

Adam Cooper og Bill Collage (Tower Heist) sömdu upphaflega handritið að Exodus. Óskarsverðlaunahafinn Steve Zaillian (Gangs of New York, Schindler´s List) var síðar fenginn til að endurskrifa það.

Christan Bale hefur að undanförnu verið að leika í tveimur nýjustu myndum Terrence Malick. Einnig lauk hann nýlega að leika í Out of the Furnace, sem Ridley Scott framleiddi.