Hinn geðþekki leikari Dennis Quaid mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Tomorrow, sem áætlað er að verði frumsýnd sumarið 2003. Þetta er stórmynd sem leikstýrt verður af Ronald Emmerich ( Godzilla , Independence Day ) og fjallar um þær hörmungar sem verða þegar gróðurhúsaáhrifin byrja að taka sinn toll á móður náttúru. Fox kvikmyndaverið framleiðir myndina, en áætlaður kostnaður er yfir 100 milljónir dollara.

