Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Godzilla 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. ágúst 1998

Something Big Is Happening

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Græneðlur í Kyrrahafinu verða vitni að tilraunakjarnorkusprengingu Frakka. Sagan færist svo í nútímann þegar ráðist er á japanskt fiskiskip af einhverju óþekktu skrýmsli; einn kemst af. Sá sem lifði af fékk taugaáfall og á sjúkrahúsinu kemur dularfullur Frakki sem byrjar að spyrja hann spurninga, og einu svörin sem hann fær er "Gojira". Vísindamaðurinn... Lesa meira

Græneðlur í Kyrrahafinu verða vitni að tilraunakjarnorkusprengingu Frakka. Sagan færist svo í nútímann þegar ráðist er á japanskt fiskiskip af einhverju óþekktu skrýmsli; einn kemst af. Sá sem lifði af fékk taugaáfall og á sjúkrahúsinu kemur dularfullur Frakki sem byrjar að spyrja hann spurninga, og einu svörin sem hann fær er "Gojira". Vísindamaðurinn Niko "Nick" Tatopolous, er kallaður til, til að rannsaka málið, og hann kemst fljótt að því að risavaxin, geislandi eðla, þekkt undir nafninu Godzilla, hafi orðið til við kjarnorkutilraunina. Godzilla færir sig nú um set og fer norður á bóginn, og kemur á land í Manhattan í New York í Bandaríkjunum og byrjar að skelfa íbúa þar. Jafnvel þó að Bandaríkjaher ráðist nú að skrýmslinu, og reyni að drepa það, er ekki víst að það dugi til að bjarga borgarbúum. ... minna

Aðalleikarar


Godzilla er án efa eitt frægasta kvikmynda skrímsli allra tíma en fysrta Godzilla myndin var japönks í framleiðslu og kom út árið 1954 og hún gekk undir nafninu Gojira og eftir það hafa verðið gerðar margar aðrar japanskar godzilla myndir. þessi mynd Hins vegar var allgjört fkn kjaftæði, rugl, fáramleiki, heimska þessi mynd er svo allt allt alltof amerísk að ég gæti ælt upp jólamatnum þessi mynd er allgjör vanvirðing gegn kaiju heiminum en kaiju er hugmyndin þegar risa skrímsli er að rústa borg og auðvitað er það cool hugmynd af vísinda skáldskap.En leikurinn, handritið, leikstjórn, andrúmsloft og meira að sega Basic söguþráðurinn í þessari mynd var allt hræðilegt en söguþráðurinn í hinnni godzilla myndini var allt öðruvísi og mikklu betri.Svo var þetta svo ógeðslega óspennandi og hasar- skert mynd en Godzillan í þessari mynd var ekki að berjast við nein önnur skrímsli, spúði ekki geyslavirkni hitabylgu og var ekki einu sinni að rústa borginni heldur labbaði bara um eins og Mongólíti í risaeðlu búning.Þessi mynd er gott dæmi un hversu heimskir og sjálfhvervir ameríkanar eru oft í kvikmyndargerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar maður sá trailerinn af Godzilla á sínum tíma var hann mjög góður en svo þegar maður sá myndina loks í bíó varð maður fyrir hrikalegum vonbrigðum. Svo gaf maður henni annan séns núna og hún hafði ekkert skánað. Hvað var málið með það að gera mynd sem heitir Godzilla en er svo seinni partinn bara svo til nákvæmlega eins og Jurassic park? Ef að það hefði verið bara ein stór risaeðla notuð þá hefði myndin líklega verið skárri fyrir vikið. Bara allt annað en þetta. Matthew Broderick er yfirleitt alltílæ leikari en hér er hann alveg gjörsamlega glataður í alltof týpísku hlutverki og Jean Reno leikur svo leiðinlega persónu að helmingurinn af því hálfa væri meira heldur en nóg. Virkilega slæm mynd sem hefur ekki neitt gott upp á að bjóða nema fínar tæknibrellur. Það bara er mjög tæpt að maður haldi út alla myndina án þess að gefast upp en það sem það virðist vera hægt fer einkunnin frá mér ekki undir einni stjörnu. Samt ekki yfir það. Fyrst og fremst stórlega misheppnuð mynd og bara ef hún hefði getað orðið eins góð og trailerinn lofaði. Synd og skömm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Godzilla. Það er hægt að dæma þessa mynd frá mörgum sjónarhornum. Myndin er byggð á frægri teiknimyndapersónu, sem ég var frekar spenntur fyrir að kæmi í bíó á þessum tíma. Þegar ég sá þessa mynd í fyrsta skipti í bíó, var þessi mynd ein rosalegasta mynd sem ég hafði séð. Rosalega flottar brellur voru frekar nýtt í þessari mynd. En tæknin er búinn að þróast með tímanum, og er margt mun flottara en þessi mynd. Þessi mynd hefur samt sína kosti og galla. Kostir: Hún er mjög spennandi á tímum og er rosalega gaman að fylgjast með Godzilla eyðileggja New York borg í tætlur. Kynningin á Godzilla í byrjun myndarinnar er mjög góð, fannst mér. Gallar: Handritið er mjög lélegt, leikarar eru ekkert spes, brellurnar eru stundum mjög augljósar og hún er kannski einum of löng(140 mín). Ef ég ætti að meta hana sem pure poppkorn skemmtun, gæfi ég henni 3 stjörnur. En ef ég myndi dæma hana eftir sögu, leik leikaranna, brellum o.fl, þá gæfi ég henni bara 1 stjörnu. Þannig að hún er mjög blendinn mynd, og gef ég henni því 2 stjörnur. Tel það vera mjög sanngjarna einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Godzilla er hræðileg mynd í alla staði, þetta er einhver mesta þvæla sem að ég hef séð og að Roland Emmerich skildi hafa samþykkt að leikstýra þessari vitleysu, sérstaklega þar sem honum tókst ágætlega með ID4 og því verð ég að segja að hann hafi valdið mér miklum vonbrigðum. Hér er á ferðinni mynd sem að gerir ekkert annað en að stela Jurrasic Park aftur og aftur og ef það er ekki Jurrasic Park þá er það einhver önnur mynd. Þetta er satt að segja sorgleg mynd og er hún mínus fyrir þá leikara sem að fara með aðalhlutverkin. Myndin er illa skrifuð og illa unnin, hún er að vísu með ágætar brellur en samt ekkert svo góðar. Þó svo að þessi mynd sé svolítið amerísk þá naut hún ekki vinsældar þar eins og í flestum löndum að Japan undanskildu. Léleg mynd, ekki sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leiðindarmynd sem er álíka spennandi og að horfa á gras gróa. Nokkrir ómerkilegir aulabrandarar og fínar tæknibrellur en annars fáránlega leiðinleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.04.2024

Borgarastríðið braut sér leið á toppinn

Dystópían Civil War eftir Alex Garland (Ex Machina, Annihilation, 28 Days Later) fór ný beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og sló þar með við Godzilla x Kong - The New Empire sem hrapaði niðu...

08.04.2024

Djöfulleg aðsókn - 666 gestir mættu

Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen se...

03.04.2024

Risaskrímsli tóku áhorfendur með trompi

Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi en kvikmyndin um þessa ólíklegu "vini" sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin ruddi þar með úr vegi teiknim...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn