Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Independence Day: ID4 er ein svakalegasta mynd sem kom fram í bíóhúsum the last decade. Sagan: Fólk lifir lífi sínu eins eðlilega og það getur. En það á allt eftir að breytast þegar geimverur ákveða að hefja styrjöld á hendur jarðbúum og eyða öllu lífi sem þar er að finna. Og er það í höndum hermanna eins og Will Smith og tölvusnillings eins og Jeff Goldblum að stöðva geimverurnar frá því að eyða öllu lífi á Jörðinni. Roland Emmerich er frægastur fyrir rosalegar stórslysamyndir, eins og miðjumoðið Godzilla og hina fantagóðu The Day After Tomorrow. En hann hefur gert eina framtíðarspennu(Stargate) og fornstríðsmynd(The Patriot). Þó svo að sagan og handritið að myndinni er ekkert til að vera glaður yfir, bætir Emmerich það með all svakalegum tæknibrellum og brjáluðum action, sem er alveg unun að horfa á. Leikarar standa sig ágætlega, og þar er helst Will Smith í verulega svölu hlutverki og á hann eina bestu punch line sem ég hef heyrt. Jeff Goldblum er fínn í hlutverki tölvusnillingsins og alltaf gaman að honum. Svo er Randy Quaid skemmtilegur sem brjálaður bóndi sem átti að hafa verið rændur af geimverum. ID4 er hin fullkomna spennubomba og heldur manni alveg í adrenalínsjokki þá 2 og hálfa tíma sem hún er. Ef þið fílið svona alvöru action myndir og stórmyndir yfir höfuð, þá er ID4 perfect fyrir þig. En ef þú hefur áhuga á samtölum, sögu og allt svoleiðis dót, myndi ég sleppa henni. En ég hika ekki við að gefa ID4 fjórar stjörnur, því hún er pure snilld.
Alveg ágæt mynd, fyndin og spennandi. Ófrýnar geimverur koma á skipunum sínum á jörðina og ætla sér ekkert annað en heimsyfirráðum. Þá þarf forseti Bandaríkjanna (Jeff Goldblum, The Fly,Jurassic Park) að reyna að útrýma þeim með hjálp hörkutóls nokkurs (Will Smith,Men In Black,Enemy Of The State). Independence Day er mynd fyrir alla.
Þetta er ein af uppáhaldsmyndum mínum. Will Smith, Bill Pullman og Jeff Goldblum taka sig allir vel út í hlutverkum sínum og þá kannski sérstaklega Will Smith. Hann er mjög töff í myndinni og Jeff Goldblum og hann mynda gott teymi í myndinni. Bill Pullman nær ágætum tökum á hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna og er það mjög svalt að hann tekur þátt í stríði sinna manna gegn geimverupakkinu sem er að fara að yfirtaka heiminn. Þessi mynd er mjög svöl og þó að Bandaríkjamenn geri soldið mikið úr sér í þessari mynd, þá er það ekkert um of. Þeir gera þetta í öllum myndum en hér tekst það bara vel. Ég mæli eindregið með þessari!!!!! Hún er fyndin og spennandi. Myndin er mjög flott enda var ekkert sparað við gerð hennar.
Þessi er alveg fín.. ég hef einhverja hluta vegna séð hana mjög oft og á nokkrum tungumálum og maður getur alveg haft gaman að henni. Fínir brandarar og svona.. en það sem fer í mínar fínustu við þessa mynd er dýrkun Ameríkana á sjálfum sér.. þeir spara sig ekkert sko! Það er bara öll heimsbyggðin sem elskar Ameríku og finnst þeir æðislega snjallir og gera allt sem þeir segja the Americans have found out how we can fight back.. blabla og öll heimsbyggðin hlustar á forseta Bandaríkjanna í útvarpinu.. og ræðan sem forsetinn heldur fyrir flugmennina er sú allra væmnasta ever.. stundum langaði mig að öskra! og í þessari mynd upplýsa Kanarnir sinn helsta draum, að gera 4. júlí að hátíðardegi allra í heiminum.. úff.. En þrátt fyrir þetta er hægt að hafa lúmskt gaman að þessu..
ID4 - tímanum væri betur varið í að spila tölvuleik. Hve mikla ánægju hefur þú af að HORFA á tölvuleik? Ekki mikla, myndi ég veðja á. Þetta er ástæða þess að umrædd mynd er jafnleiðinleg og raun ber vitni. Það er gersamlega engin tilfinning í þessari mynd - eingöngu gomma af tæknibrellum sem eiginlega urðu úr sér gengnar í sýnishornunum sjálfum. ID4 er dæmigerð Hollywood: peningaeyðsla fram yfir heilbrigða skynsemi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$75.000.000
Tekjur
$817.400.891
Aldur USA:
PG-13